Til upplýsingar

Ég held að ég geti frætt Gylfa á því að það sem fólki gengur til er reiði. Reiði yfir litlum lausnum reiði yfir því að sú skjaldborg sem talað erum sést ekki nema í líki spilaborgar. Afskrifaðar eru skuldir fyrirtækja sem mörg hver áttu hlut í hruninu. Menn kaupa fyrirtæki aftur ormahreinsuð og á nýju verði. Menn fá jeppa til umráða í ríkisfyrirtækjum. og sv framvegis og framvegis. Á meðan er þeim sem verst standa boðið upp á tilsjónarmann þvílík móðgun við fólk sem ekki hefur sér annað unnið til saka en að hafa reynt að koma þaki yfir höfuðið að fá forráðamann frá þeim stofnunum sem komu fólkinu á kné.

Lánadrottnar eru líka eitthvað að skilja skuldbindingar sínar á annan hátt en aðrir í mörgum tilfellum ef mark er takandi á sögum fólks sem segir sínar farir ekki sléttar eftir þau samskipti. Skuldbinding þeirra virðist enn sem fyrr vera við hinn hjartalausa Mammon.

Ef valdhafar hafa ekki tekið eftir því þá er fólki einfaldlega misboðið að það eigi að færa vanrækslu stjórnvalda og glæpsamlegt athæfi fjármálamanna yfir á bök þeirra sem eru að reyna að koma sér þaki yfir höfuðið. Hvaða réttlæti er í því að nýjar stofnanir kaupi lánasöfn á undirverði en innheimti á yfirverði hvaða réttlæti er í því að tveim íbúum í stigagangi sé mismunað stórkostlega annar er fjármagnseigandi og fær sitt bætt að fullu á kostnað hins sem er ungur íbúðakaupandi og fær sínar birgðar auknar um tugi prósenta. 

Við höfum áður yfirgefið land vegna skattheimtu og lélegs stjórnarfars kannski komin tími á það aftur að finna óbyggða eyju.

 


mbl.is Flestir geta staðið í skilum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður punktur hjá þér,enn ég ætla mér að hafa þetta svona : Ef ráða og viðskiptamenn þjóðarinnar geta komist undan því að borga sínar skuldir með afskriptum þá ætla ég mér líka að gera það,þangað til að þeir sýni fram á annað!!!!

Jón pálsson (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 14:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband