1.5.2009 | 15:17
Hér er ESB um ESB
Í dag er baráttudagur verkalýðsins en ekki baráttudagur ESB sinna. Ég hef sagt það áður og segi það enn að hlutverk ASI er að standa vörð um hagmuni launafólks en ekki að vera klappstýrur ákveðinna hópa í samfélaginu. ASI talar máli allra félagmanna ekki bara Evrópusinnaðra einstaklinga.
Sagt er að innganga í ESB færi okkur lægri vexti eru það ekki hagsmuna samtök launafólks ASI sem neitar þeirri leið að færa vísitölu lána aftur og þeirri leið að fella niður 20% af skuldum heimila skuldum sem til eru komnar vegna þess að óprúttnir aðilar riðluðust á Íslensku efnahagslífi og krónu eins og lambhrútar á vordegi en eru ekki tilkomnar vegna hegðunar hins almenna Íslendings.
Af hverju má ekki fara þá leið sem gagnast öllum strax ESB aðild gagnast einhverjum í framtíðinni ef hún þá gagnast. Jú það þarf að verja fjármagnið. Er ekki komin tími til að það verði einnig skoðað hvort að það samrýmist hagsmunum verkafólks að forustu menn þeirra þurfi einnig að ganga erinda fjármagnsins það er jú löngu þekkt staðreynd að hagsmunir þessara tveggja liða fara yfirleitt ekki saman.
Það er vinsæl kenning að matarverð muni lækka við inngöngu en mun það ske hvað varð um lækkun virðisauka skatts á matvæli hvernig er þróun bensínverðs á landinu það er ekkert sem að stendur í vegi þess að álagning á þessar vörur lækki en hefur hún gert það. Ég sá á blogginu hér áðan að það mætti lesa út úr uppgjöri N1 að þeir hefðu hækkað álagningu fyrstu tvo mánuði þessa árs.
Aftur á móti er nokkuð ljóst að við inngöngu myndu tapast störf félagsmanna í ASI í all nokkrum mæli. Matvæla öryggi yrði sett í hættu ásamt öðrum atriðum.
Ég er sammála Gylfa í því að það þarf að koma á stöðugleika en honum er hægt að koma á án hjálpar Evrópusambandsins enda er það ljóst að til að verða gjaldgengur þarf að ríkja stöðugleiki í hagkerfinu og hann næst með innri aðgerðum það er góðri hagstjórn og innra skipulagi lýðveldisins en hefur ekkert með ESB að gera. Það eru lönd í ESB í vondum málum þó að þau séu þar svo að það er ekkert sem að kemur í staðin fyrir vandaða og agaða hagstjórn.
ASI á síðan að snúa sér að baráttu verkafólks það skýtur hálf skökku við að persónu samningar og vinnustaða samningar skuli skila fólki orðið meiri kjarabót heldur en barátta verkalýðshreyfingarinnar sem að í dag snýst svo til eingöngu um að verja lágmarkstaxta taxta sem að í raun eru svo lágir að það er hagfeldara að þiggja atvinnuleysis bætur en að vinna og framleiða verðmæti fyrir þjóðarbúið á þeim töxtum.
Gleðilegan 1 Maí
Nýjan sáttmála um stöðugleika | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.