28.4.2009 | 17:52
Ég er ósammála
Ég er ósammála Al Gor og öðrum heimsenda spámönnum sem að spá heimsendi fyrir góða þóknun. Enda er ég þannig gerður að ég efast alltaf um spámennsku þegar hagnaður hangir á spýtunni og svo er í mörgum tilfellum öfgaspádóma um loftslagshlýnun að mínu mati.
En það getur vel verið að ég hafi rangt fyrir mér og mér mun þá refsað með því að sökkva í Atlandshafið sem hækka mun um einn metir fyrr en varir. (þó er athyglisvert að Al keypti sér hús á sjávarbakka) Það sem ég meina að mér verður þá refsað fyrir skammsýni mína þegar ég svamla út frá landinu sem fer í kaf bót í máli er að þá verður sennilega ef spámenn hafa rétt fyrir sér bara þægilegt að synda hér vegna hita.
En ég geld fyrir fávisku mína ef það er fáviska að trúa ekki á það að maðurinn sé þessi stór orsaka valdur í hlýnun jarðar.
Mér er aftur á móti spurn hvort að heimsenda spámennirnir gjaldi fyrir það ef skoðanir þeirra eru rangar. Ef svo færi að það myndi koma í ljós að maðurinn er enn bara maur í alheiminum og ekki fær um að breyta neinu svo að nokkru nemi. Segjum að það komi í ljós að fyrri spádómar voru réttari og það er að koma Ísöld og að hin raunverulega hitastjórn jarðar er sólin.
Ættu þá ekki þeir sem hafa jafnvel valdið hungri hækkandi matvæla verði og öðru sem valdið hefur mannfólki þjáningu vegna ákvarðanna tekna á röngum forsendum sem að þeir töldu fólki trú um að væru réttar.
Ættu þeir ekki einhvernvegin að bera ábyrgð á því ef að þeir hafa rangt fyrir sér myndi það ekki gera umræðuna ábyrgari og menn ekki eins yfirlýsinga glaða.
Ef ég man rétt þá er ég búin að lifa að minnsta kosti þrjú endalok móður jarðar og við erum enn hér bæði tvö það er ég og jörðin.
Gore segir örlagastund nálgast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þú átt við eins og þegar kom í ljós að mannskepnan var allt of lítilmótleg til að hafa áhrif á ósonlagið? Nei heyrðu, það var víst... Líklega áttu þá við að þá hafi einmitt komið í ljós að allt of seint var að laga þann skaða sem orðið hafði á ósonlaginu og því eins gott að sleppa... nei, heyrðu, það tókst víst býsna vel.
Hins vegar er gríðarlega írónískt að heyra menn sem augljóslega hafa gleypt áróður olíurisanna gegnum árin væna vísindaheiminn um að láta að stjórn peningaafla. Sheesh.
Páll Jónsson, 28.4.2009 kl. 18:11
Gott hjá þér Páll.
Eða er maður kannski barnalegur að láta sér detta í hug að þessi oggulitlu mannkríli geti yfirleitt haft einhver áhrif á lofthjúp jarðar og þar með loftslag. . . . .
Jón Logi (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 20:14
"væna vísindaheiminn um að láta að stjórn peningaafla"
lol - Páll Jónsson er enn jafn frjálslyndislegur og hann var fyrir hrunið
magurt háskólaumhverfið treystir á peningaöflin til að kosta rannsóknir og selja meyjarblóm sannleikans hiklaust í non-disclosure samningum sem tryggja að þó nemendurnir séu svo grænir að þeir kokki ekki niðurstöður að fyrirfram gefnum niðurstöðum, þá geti þeir þó allavega alls ekki birt óhagstæðar rannsóknir.
Þetta er svo grunnurinn sem lagður er að "sérfræðingunum" sem fá stöður og sporslur sem aftur, eru bundnar því að þeir viti hvaðan vindurinn blæs á hverjum tíma.
Gullvagninn (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 20:55
Gullvagninn: Jújú, það er ekki að spyrja að því, meðan vísindamenn í háskólum synda í fénu sem umhverfisverndarsamtök múta þeim með þá verða climate-skeptics vísindamennirnir að láta sér nægja smásjoppur eins og ExxonMobil.
Með það í huga skyldi engan undra þó flestir vísindamenn haldi hnatthlýnunnar lyginni á lofti!
Páll Jónsson, 28.4.2009 kl. 21:07
Það sem eg er nu kannski að velta fyrir mér er ábyrgð þeirra sem að setja fram þessar kenningar þetta eru um deildar kenningar og skelfilegar ef réttar eru en það eru himin og haf á milli ef maður les um þessi mál. Ein grein segir að Ísbirnir séu að geispa golunni sú næsta að þeim hafi alstaðar fjölgað nema á tveimur svæðum. Svo er kenning um að sólin ráði miklu meira en talið er. En staðreyndin er sú að ef við förum í aðgerðir gegn vandanum koma þær til með að hafa varanleg áhrif á fæðuöflun og líf manna sem er kannski allt í lagi en geta samt valdið hungri og dauða fjölda manna og þá einna helst í vanþróaðri ríkjum. Ef svo kæmi nú í ljós að efasemdarmenn hafi rétt fyrir sér og það sé í raun að kólna hver ætlar þá að axla ábyrgðina á þvi efnahagslega tjóni hungri og sauðsföllum sem aðgerðirnar gætu valdið eða er það bara allt í lagi. Mér finnst þetta spurning sem að er allt í lagi að velta fyrir sér því að ég sjálfur er þeirrar skoðunar að það eigi að ganga vel um móður jörð.
Varðandi peningaöflin og vald þeirra þá held ég að þeir tímar sem við lifum nú segi allt sem þarf um það.
Jón Aðalsteinn Jónsson, 28.4.2009 kl. 21:55
Annars er aðalvandamál plánetunnar að við erum orðin of mörg
Jón Aðalsteinn Jónsson, 28.4.2009 kl. 22:04
... og því fylgir of mikill útblástur CO2 og hlýnun jarðar.
Loftslag.is, 28.4.2009 kl. 22:40
Sæll Jón,
Ég er nú ósköp lítið hrifinn af Al Gore - finnst hann með slepjulegustu pólitíkusum. Hvað varðar aðgerðir til að stemma stigu við losum koltvíildis þá held ég að þær geti aðeins verið af hinu góða. Þar sem ég bý, í Port Angeles í Washington fylki, koma olíuflutningaskip til viðhalds nokkrum sinnum í viku. Þau sem eru mest áberandi eru svokölluð Polar skip sem eru 4 systurskip, hvert um sig 125 þúsund tonn og flytja rétt undir einni milljón tunna af olíu hvert. Þessi mynd - http://www.itakefotos.com/showfullimage.php?image=245 - sýnir eitt þeirra, Polar Resolution, á mynd sem ég tók 2006 - Port Angeles í baksýn. Farmur eins svona skips endist Bandaríkjunum í um 70 MÍNÚTUR! Olíunotkunun hér er um 22-23 milljónir tunna á dag. Það þarf ekki stóra reiknispekinga til að reikna þetta dæmi til enda.
Bandaríkin eru mjög háð innflutningi á olíuvörum. Mest frá miðausturlöndum og eins mikið frá Kanada. Þó að borað verði á náttúruverndarsvæðum í Alaska og á strandsvæðum þá er það skammgóður vermir - strandsvæði Bandaríkjanna munu aðeins geta séð þjóðinni fyrir olíu í um 3 ár og Alaska í um 10 ár ef ég man þetta rétt. Allur þekktur olíuauður miðausturlanda myndi aðeins endast Bandaríkjunum í um 50 ár - um 200 milljarðar tunna á Arabíuskaganum og um 100 milljarðar í hvoru um sig, Írak og Íran. Þó Bandaríkin séu stór í olíunotkun þá eru þau þó aðeins um 25% af heimsnotkuninni muni ég þetta rétt. Ef þú skoðar olíufélögin þá muntu komast að því að þau hafa flest ef ekki öll breytt nöfnum sínum frá því að vera olíufélög yfir í það að vera orkufyrirtæki. Ástæðan er sáraeinföld: Þau vita að fyrr en síðar þá munu þau ekki hafa neina olíu að selja og þurfa því að leita fyrir sér með önnur form orku. Eins má sjá að olíufélögin hafa ekki lækkað verð á olíu og bensíni eins og hefði mátt vænta þar sem hráolíu verð er lágt núna. Við erum að borga um $2.35 fyrir gallon af 87 okteina bensíni hérna en miðað við heimsmarkaðsverð ættum við að vera að borga um $1. Olíufélögin eru að reyna að ná inn eins miklu og þau geta því þau verða að finna ráð til að koma upp betri orkugjöfum í framtíðinni svo þau eru bæði að safna í sarpinn og eins eyða gífurlegum fjárhæðum í rannsóknir og þróun.
Hvort sem loftslaghlýnun er öll af völdum koltvíildis eða ekki, þá er það staðreynd að CO2 eykur gróðurhúsaáhrif - við getum litið til systurplánetu okkar Venus til að sjá hvernig það dæmi endar. Þar sem við eigum ekki auðveldlega í önnur hús að venda hvað varðar bústað fyrir íbúa þessarar plánetu þá finnst mér að við eigum að leyfa jörðinni að njóta efans. Hlýnunin er staðreynd og svo virðist vera sem nýlegar mælingar sýni enn frekari hröðun hennar, meira en menn áttu von á. Menn hafa nú fært íslaust norðurheimskaut frá um 2020 til 2015 og síðasta ártal sem ég sá var að það gæti jafnvel skeð eftir 2 ár, 2011. Bráðnun Grænlandsjökuls hefur líka aukist fram úr bestu reiknilíkönum sem höfðu verið gerð og eins á suðurskautinu, þó ekki eins mikið. Jörðin á eftir að ná sér hvað sem við gerum, náttúran gerir ekki mið með ruglið í mannskeppnunni. Ef til vill verður hún óbyggileg mönnum í nokkur milljón ár. Ef til vill ekki. Hver veit;)
Kveðja frá Port Angeles, Washington
Arnór Baldvinsson (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 23:30
http://epw.senate.gov/public/index.cfm?FuseAction=Minority.Blogs&ContentRecord_id=2158072E-802A-23AD-45F0-274616DB87E6
POZNAN, Poland - The UN global warming conference currently underway in Poland is about to face a serious challenge from over 650 dissenting scientists from around the globe who are criticizing the climate claims made by the UN IPCC and former Vice President Al Gore. Set for release this week, a newly updated U.S. Senate Minority Report features the dissenting voices of over 650 international scientists, many current and former UN IPCC scientists, who have now turned against the UN. The report has added about 250 scientists (and growing) in 2008 to the over 400 scientists who spoke out in 2007. The over 650 dissenting scientists are more than 12 times the number of UN scientists (52) who authored the media hyped IPCC 2007 Summary for Policymakers.
The U.S. Senate report is the latest evidence of the growing groundswell of scientific opposition rising to challenge the UN and Gore. Scientific meetings are now being dominated by a growing number of skeptical scientists. The prestigious International Geological Congress, dubbed the geologists' equivalent of the Olympic Games, was held in Norway in August 2008 and prominently featured the voices and views of scientists skeptical of man-made global warming fears. [See Full report Here: & See: Skeptical scientists overwhelm conference: '2/3 of presenters and question-askers were hostile to, even dismissive of, the UN IPCC' ]
Full Senate Report Set To Be Released in the Next 24 Hours – Stay Tuned…
A hint of what the upcoming report contains:
“I am a skeptic…Global warming has become a new religion.” - Nobel Prize Winner for Physics, Ivar Giaever.
“Since I am no longer affiliated with any organization nor receiving any funding, I can speak quite frankly….As a scientist I remain skeptical.” - Atmospheric Scientist Dr. Joanne Simpson, the first woman in the world to receive a PhD in meteorology and formerly of NASA who has authored more than 190 studies and has been called “among the most preeminent scientists of the last 100 years.”
magus (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 01:17
Páll, í alvörunni talað, þótt Mogginn, BBC og CNN fullyrði að allsherjar samþykki ríki í heimi vísindamanna um þetta mál þá þýðir það ekki að það sé satt! Á þessari ráðstefnu í póllandi í fyrra komu fram næstum 700 vísindamenn og sérfræðingar sem settu sig á móti skýrslu SÞ., og þar á meðal voru sumir hluti af hópnum sem sáu um skýrsluna fyrir SÞ., en HAFA SKIPT UM SKOÐUN.
Það eru því um 12 sinnum fleiri vísindamenn sem eru á móti global warming. Talað er um að um 2/3 vísindamannana á ráðstefnunni hafi mótmælt skýrslu SÞ, og þar á meðal vísindamenn sem sáu um gerð skýrslunnar!
Það má því segja að vísindamenn hafi drullað vel og vandlega yfir Al GOre og skýrslu SÞ á þessari alþjóðlegu ráðstefnu! Hið almenna samþykki "concensus" sem SÞ reyndu að sýna fram á er algjörlega búið að vera, það rotnaði innan frá.
En ekkert er fjallað um þetta í fjölmiðlum. Hvers vegna ekki?
Ekki dæma svona rosalega fyrir fram. AL Gore... for crying out loud...er ekki vísindamaður. Athugið gagnrýnina.
magus (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 01:31
Ég ætla ekki að eyða of miklum tíma í að þrasa við Pál, það er bara allt of mikið að ske þessa dagana til að eyða tíma í að tala við veggi,
en Páll... er ekki kominn tími til að sjá aðeins bak við leiktjöldin? Eru ekki Rotchild englarnir bak við bæði risastór olíufélög og svo grænu samtökin sem þykjast vera að bjarga jörðinni með því að skattleggja okkur fyrir Co2, meðan mengun, eitur og ógeð lekur allstaðar út í umhverfið óátalið? Meðan hiti á jörðinni stendur í stað eða lækkar (nú er frasinn "climate change" inni "global warming" er ekki réttur lengur)?
Þessi "heimur" er leikrit, það er ekki rétt gefið, okkur er stjórnað eins og kindahjörð.... og það sem verra er - nú finnst þeim kominn tími til að fórna stórum hluta stofnsins til guðs síns, ljósengilsins fagra.
Gullvagninn (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 08:28
Magus: Þessi frétt þín fékk nokkuð góða athygli á sínum tíma, en hefur verið hrakin allsvakalega. Ég skal fjalla um hana í kvöld ef ég hef tíma.
Loftslag.is, 29.4.2009 kl. 10:30
Þakka fróðlega umræðu endilega halda áfram en ´hver er skoðun ykkar á ábyrgðar hlutanum eða skiptir hann kannski engu ma´li
Jón Aðalsteinn Jónsson, 29.4.2009 kl. 12:57
Í fyrsta lagi þá væri ábyrgðarlaust að hunsa niðurstöður þúsunda vísindamanna.
Í öðru lagi þá væri ábyrgðarlaust að gera ekkert í málinu, því allt bendir til þess að afleiðingar þess að gera ekki neitt geta orðið geigvænlegar.
Í þriðja lagi ef svo ólíklega vildi til að eitthvað hulið leyndardómsfullt ferli er í gangi sem hefur ekkert með manninn að gera, þá er lítill skaði af því að draga úr útblæstri - svona hlutfallslega miðað við að gera ekkert í málinu.
Loftslag.is, 29.4.2009 kl. 14:14
Sapubox er sólin nokkuð hulin mer hefur fundist hun synileg og eg held að bara nokkur % i virkni hennar geti munað all miklu her a jörð eg kem til með að kikja a það i kvöld að eg man ekki betur en að það hafi verið frett um aukin ismassa MBL fyrir ekki svo löngu. Afhverju er miðað við 2007 hér að ofan er það vegna þess að þá var toppinum á bránuninni náð. Það er allavega rétt munað hjá mér að ís hefur bráðnaði minna en búist var við. Skoða það betur i kvöld
Jón Aðalsteinn Jónsson, 29.4.2009 kl. 15:47
Jón: Endilega skoðaðu það og í leiðinni athugaðu það að ef ekki væru gróðurhúsalofttegundir þá væri meðalhiti jarðar töluvert undir frostmarki. Því ætti að vera ljóst að aukning í CO2 eykur hita.
Vísindamenn fylgjast vel með sólinni og virkni hennar. Ef ég man rétt þá var ákveðnu hámarki í útgeislun hennar náð árið 1985 og síðan hefur virkni hennar dalað - á sama tíma hefur hlýnað og á sama tíma hafa gróðurhúsalofttegundir aukist jafnt og þétt.
Reyndar er það svo að fylgni á milli virkni sólar og hitastigs jarðar fylgdust að langt fram á seinustu öld, á sjöunda áratugnum fór að skilja á milli, sjáðu t.d. neðstu myndina á þessari síðu: http://vedur.is/loftslag/loftslagsbreytingar/breytast
Loftslag.is, 29.4.2009 kl. 16:40
er buid ad hrekja frettina? Hvar; a CNN? Ertu barn?
Samq hvad fjolmidlar steypa tha geturdu lesid skyrsluna sjalfur........
eg hef ymist vitnad i thessa skyrslu sem er gefin ut af althingi USA...og svo skyrslu um malid fra CFR council of foreign relations.
ef thu vilt trua cnn og felugum um thad ad ekkert af thessu hafi farid gram; tha er thad thitt mal....
enda vita allir ad CNN framleidir ekki sapu........
magus (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 19:15
Mér finnst enn vanta svar við spurningunni sem var mér í huga þegar ég páraði þetta. En það var hvort að þeir sem settu fram kennigar sem síðan reyndust rangar ættu að sæta ábyrgð vegna þeirra aðgerða sem gripið var til vegna kenninga þeirra. Rétt eins og verkfræðingur sem að byggir stíflu sem hrynur sætir ábyrgð gagnvart lögum eða skipstjóri sem strandar skipi.
Jón Aðalsteinn Jónsson, 1.5.2009 kl. 15:22
Ég skil hvað þú meinar.
Mér finnst að svo ætti að vera (þ.e. að menn eiga að taka ábyrgð á sínum gjörðum og kenningum), rétt eins og mér finnst að þeir sem eru vísvitandi að ljúga að almenningi um að áhrifin af útblæstri CO2 séu engin, ættu að sæta ábyrgð, þ.e. þegar og ef það kemur endanlega í ljós.
En það er svo sem bara mín skoðun.
Loftslag.is, 1.5.2009 kl. 23:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.