Snilldarbragð.

Hver sem hefur komið upplýsingunum á framfæri hefur leikið snilldarbragð fyrir núverandi stjórnarflokka. Núna korteri fyrir kosningar komast þeir upp með að eyða öllum tímanum í að fjalla um styrki sem voru á þeim tíma löglegir hvort þeir voru siðlegir ætla ég ekki að dæma um en á þessu tíma var hverjum sem er heimilt að gefa hvaða flokk sem er þá upphæð sem að honum hentaði.

Þetta útspil hefur valdið því að ekkert er rætt um atriði eins og greiðsluaðlögun sem er leið til að mjólka þrælana alla ævi það er bara tekið eins mikið og þú getur borgað alla ævi séð til þess að þú hafir salt í grautinn en ekki meir. Þú ert með nokkurskonar tilsjónarmann frá ríkinu, Sovétríkin endurborinn.

Það er ekkert rætt um biðreikninga hvað er bið reikningur það er reikningur þar sem skuldirnar bíða þangað til þú getur borgað þær ekkert annað en kerfi til að mjólka þrælinn áfram. 

Það er ekkert rædd um fagnaðarerindið um að það eigi ekki að bjóða ofan af neinum fyrr en í nóvember þvílíkt fagnaðarerindi er eitthvað betra að missa ofan af sér í nóvember heldur en núna það er þó heitt í sumar til að sofa úti.

Nei það er ekkert rædd um lausnir eða hvað á að gera til að hjálpa fólkinu í landinu heldur er reynt að grafa upp skít til að ata aðra auri heldur en að koma með lausnir sem að eru trúverðuglegar fyrir fólkið í landinu.

Fyrir mig skiptir það sem átti sér stað 2006 engu máli hafi það ekki farið á svig við lög það sem skiptir mig máli er hvað á að gera núna í mai. En það hefur algjörlega fallið í skruggan af pólitísku fortíðar skítkasti. Það væri eiginlega eftir öðru að smjörklípu umræða um liðnar syndir leiddi til þess að þjóðin væri svo upptekinn af því að glápa í baksýnisspegilinn að hún sæi ekki hengiflugið í framrúðunni.

 


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn logar vegna styrkjanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband