27.3.2009 | 12:56
Mér er létt
Mér er létt vegna þess að ég hélt að það væru alvarleg veikindi hjá Olís og N1 jafnvel að sá sem að sæi um hækkunina hefði látist.
En nú er því fargi af mér létt þegar þeir hækka líka og alveg í takt. Nú geng ég glaður út í helgina vitandi það að hér hefur ekkert breyst hér ríkir enn samráð og siðleysi.
Þó ég sé á móti skógrækt sé ég nú ekki annað fært en að styðja hana þó ekki í því formi að stinga niður einhverjum væskilslegum birki hríslum heldur þurfum við að rækta aspir og beinvaxnar eikur við þjóvegi landsins tré sem að henta í þær hreingerningar sem virðast þurfa að fara fram hér á landi.
N1 og Olís hækka bensínverð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.