Bregst ríkið skyldu sinni

Ég hefði haldið að ríkið sem atvinnurekandi ætti að tryggja starfsmenn sína. Þessi dómur hlýtur að leiða til þess að fólk þurfi að skoða tryggingar sýnar því það er ekkert smá mál að lenda í að borga slysabætur.

Það að halda því fram að svona hafi verið dæmt vegna þess að konan er tryggð fyrir þessu er fásinna því nú hefur skapast hefð fyrir svona dómi þannig að í framtíðinni verður það regla að skólastarfsmenn sæki foreldra um bætur ef eitthvað kemur fyrir.

Ég hélt að kennsla teldist til vinnu og skóli teldist til vinnuveitenda þannig að starfsmaður ætti að vera tryggður í vinnu sinni. Ég er eiginlega viss um að svo er svo að mér langar til að vita ef einhver getur frætt mig á því hvort að hér var um einkamál að ræða af hálfu kennarans til að sækja meiri bætur.

Þetta þarf að fræða fólk um og það vel því að verði þetta reglan þá þurfa foreldrar að skoða trygginga mál sín og einnig þær kröfur sem að gerðar eru til skóla yfirvalda nú þegar. Það eru kannski ekki allir svo heppnir að vera akkúrat með réttu trygginguna þegar að svona óhöpp verða. Hver er síðan ábyrgð skólans gagnvart einelti og öðru er þá ekki eins rökrétt að einstaklingar sem undanfarið hafa lent í árásum í skólum og á skólalóðum höfði nú miska mál gagnvart skólunum.
mbl.is Þarf að greiða kennara bætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband