Fjandmenn millistéttarinnar?

Það er athyglisvert hvað vinstri flokkar eru andsnúnir millistéttinni og alveg stórmerkilegt ef að Samfylkingin kyngir þessu flokkur sem að gefur sig út fyrir að vera einhver jafnaðarmannaflokkur en virðist vera óralangt frá því. 

Eignaskattur er óréttlátur því hann vinnur á móti sparnaði og haldið virkilega að hann lendi á auðmönnum nei hann lendir á miðstéttinni, lendir á Gunnu og Jóni sem að hafa náð að standa af sér ölduna núna með ráðdeild.


Sömu Gunnu og Jóni og VG og Samfylkingin vilja ekki hjálpa vegna þess að það megi ekki hrófla við verðtryggingu eða leggja á aukin fjámagnstekjuskatt til að trufla ekki ávöxtun þeirra sem eiga pening.

Sömu Gunnu og Jóni sem að eru núna að borga hærri fasteignagjöld vegna eignabólu sem var búin til úr engu.

Sömu Gunnu og Jóni sem að greiddu niður skuldir sínar í uppsveiflunni keyptu ekki dýra bíla fóru ekki oft á ári til útlanda og eru núna ekki með myntkörfu lán og allt of dýrt húsnæði.

Sömu Gunnu og Jóni sem að nú lenda í sömu súpu og áður þegar búið var að smíða flókið kerfi jaðarskatta sem að gerðu það að verkum að fólk gat ekki lengur unnið sig út úr vandræðum vegna arfavitlaus skattkerfis. 

Þetta er fólkið sem að VG og Samfylking vilja láta bera byrðarnar einu sinni enn nákvæmlega eins og á síðustu vinstri stjórnar árum.

Ég segi nei takk. Það er nóg af öðrum sparnaðarleiðum.

 


mbl.is Vinstri græn vilja eignaskatta á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband