Hvar eru aðgerðirnar

Það er sama hvaða tillögur eru bornar upp hin guðdómlega stjórn full af visku er á móti þeim öllum en eitt er hún algjörlega samstíga um það er að verja fjármagnseigendur með kjafti og klóm. Það má ekki hrófla við vöxtum eða verðtryggingu eða létta skuldaklafanum á almúganum þá fer allt til fjandans.

Síðasta afreksverk stjórnarinnar að fella SPRON gæti síðan leitt til lögsóknar og skaðabótakrafna á ríkið . Hvers vegna var SPRON fellt var það vegna greiðsluvandamála eða voru aðrar ástæður þar að baki ég er ekki frá því að hefði Sjálfstæðisflokkur verið við stjórn væri nú hrópað hátt um vanhæfni og afglöp.

Það virðist sem að algjörlega hafi lokast fyrir alla gagnrýni á stjórnvöld eftir að sumum þóknanlegri stjórnvöld tóku við. Engir berja potta í dag og Hörður hættur að mótmæla. Var þetta þá bara allt saman plott til að koma á stjórnarbyltingu. Það er talað hátt um landráð í dag það hefur að mínu mati lengi verið talið landráð að bylta löglega kjörnum stjórnvöldum.

Þau stjórnvöld sem í dag ríkja eru mér ekki þóknanleg og mér þykir lítið til afreksverka þeirra koma þó birtir séu langir listar yfir aðgerðir þeirra hér á blogginu þá eru þar engar lausnir bara lengingar í hengingarólum Hvað hjálpar það einstaklingi sem komin er í vanskil að fá að taka út 1 miljón af séreignarsparnaði sem að ríkið tekur skatt af það hjálpar harla lítið en ég tók eftir því að í áætlunum ríkisins á skattur af útgreiðslu séreignarsparnaðar að standa undir hlutum eins og aukning á listamannalaunum.

Nei núverandi stjórn skorar ekki hátt hjá mér og var þó ekki við stóran standard að miða sé miðað við aðgerðir þeirrar síðustu. Svo að lokum þá vil ég koma því á framfæri að ég hlít að vera að eldast og kalka því mer gengur illa orðið að greina á milli þess þegar ASI fundar hvort að þar sé á ferðinni deild innan Samfylkingar eða samtök launafólks.

Ég tel komin tíma á að félög innan ASI boði til fundar og leiti umboðs hjá hinum almenna félagsmanni til þess að fá úr því skorið hvort hið skefjalausa Evrópu trúboð er í nafni hins almenna félagsmanns eða ekki. Það er allavega ekki í mínu nafni
mbl.is Hafnar flatri niðurfærslu skulda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband