Langar til að vita

Írar segja að þeir séu ekki í neinni hættu af því að Seðlabanki Evrópu stendur á bakvið þá. Mig langar til að vita eitt og yrði þakklátur ef einhver fróður einstaklingur uppfræddi mig.

Ef Seðlabanki Evrópu lánar Írum ótakmarkað fé þurfa þeir þá ekki að borga það til baka aftur ?

Ef þeir þurfa ekki að borga það aftur hvernig fjármagnar þá Seðlabanki Evrópu sig.


mbl.is Segir samlíkingu við Ísland fáránlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að sjálfsögðu þurfa þeir að greiða það til baka. Hann er þó ekki að tala um að ríkið fái lánað hjá seðlabanka Evrópu heldur að bankarnir sjálfir geti fjármagnað sig í gegnum seðlabanka Evrópu. Þess vegna ólíkt því sem gerðist á Íslandi þegar allt bankakerfið fór á hausinn vegna þess að þeir gátu ekki endurfjármagnað sig geta Írskir bankar endurfjármagnað sig í seðlabanka Evrópu í evrum.

Egill (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 22:42

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Írskir ráðamenn segjast í góðum málum vegna evrusvæðisins einn daginn og grenja þann næsta yfir því að Seðlabanki Evrópusambandsins og sambandið sjálft hunzi efnahagserfiðleika Írlands og veiti því sáralitla aðstoð. Þetta er sorglegt.

Hjörtur J. Guðmundsson, 16.3.2009 kl. 23:16

3 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Er að' rembast við að reyna að skilja þetta kostnaðurinn hlýtur því að lokum að enda á almenningi ekki satt

Jón Aðalsteinn Jónsson, 16.3.2009 kl. 23:18

4 Smámynd: Fannar frá Rifi

Bankakerfið er búið að lifa eins lengi á Írlandi og það hefur gert útaf tveimur ástæðum:

1. írska ríkið er búið að ábyrgjast öll innlán, útlán og millibankalán hjá stærstu bönkum írlands. 

2. írska ríkið er búið að dæla gríðarlega miklu magni af peningum inn í bankana. lífeyrissjóðirnir þar í landi voru þjóðnýttir sömu dæmi séu tekinn í þeim tilgangi. 

ef við hefðum dælt öllum fjármunum íslenskra lífeyrissjóða inn í bankana í haust þá væru þeir ennþá á lífi. alla vega í bili. 

Írska ríkið er búið að setja í bankana og skuldbinda sig fyrir um 265% af landsframleiðslu Írlands. Svartsýnasta spáinn um skuldir Íslands var um 165%. 

Fannar frá Rifi, 16.3.2009 kl. 23:19

5 identicon

Jón Aðalsteinn,

Nei kostnaðurinn fellur ekki á skattgreiðendur enda eru þetta lán frá Seðlabankanum til einkafyrirtækja (bankanna). Ef lántakendur fara á hausinn virkar evrópski seðlabankinn þannig að kostnaðinum er skipt jafnt á milli allra ríkja evrusvæðisins, þ.e. með tilliti til stærð ríkjanna.

En þú verður að hafa það í huga að þegar evrópski seðlabankinn lánar evrur þá er það ekki á kostnað skattgreiðenda vegna þess að seðlabankinn einfaldlega prentar peninginn.

Fannar,

Þeir eiga í vandræðum með eigið fé bankanna (þ.e. að bankarnir hafa þurft að afskrifa mikið) en ekki lausafé eins og var vandamálið á Íslandi. 

Egill (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 23:49

6 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Verð nu bara að viðurkenna að eg er als ekki að fatta þetta en eg skil Fannar þannig að almenningur muni borga en ég skil þig ekki alveg Egill. Ef að einhver prentar peninga sem að ekki eru til verðmæti fyrir ætti gengi að lækka ekki satt og vörur og vextir að hækka ?? þannig að í raun borgar almenningur en bara eftir annari leið

Jón Aðalsteinn Jónsson, 17.3.2009 kl. 14:59

7 identicon

Við erum eiginlega að tala um tvo mismunandi hluti. Fannar er að segja að ríkið hafi sett inn eigið fé inn í Írsku bankana en ég er að segja að seðlabankinn hafi veitt írskum bönkum lausafé til að endurfjármagna sig. Það er neikvæð verðbólga á evrusvæðinu svo þeir eru ánægðir með að prenta peninga til að koma í veg fyrir það. Ef evrópski seðlabankinn hefði ekki veitt þeim lausafé þá hefðu þeir farið á hausinn eins og íslensku bankarnir.

Egill (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 15:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband