6.3.2009 | 15:43
Kvalræði
Mikið leiðist mér þessi niðurrifsstarfsemi í garð annarra atvinnugreinar það hefur ekki komið fram í Noregi að hvalveiðar hafi dregið úr ferðamannastraumi eða þá heldur i Bandaríkjunum sem eru jú mesta hvalveiði þjóð veraldar.
En við skulum hugsa út í eitt bráðlega skellur á okkur holskefla fullyrðinga um að hvalveiðar hafi dregið úr ferðamannastraumi til landsins því að ferðamannastraumur mun minka ekki vegna hvalveiða heldur vegna þess að það er alheimskreppa. Fólk er að missa alt sitt út um allan heim.
En sjáið þið til náttúruverndarsinnar og ferðaþjónusta munu kenna hvalveiðum um og trúgjarnir munu hlusta og það sem verra er einnig trúa. Því að það virðist vera í gangi sú þróun meðal okkar mannanna að við erum hætt að mynda okkur sjálf skoðun en trúum þeim sem hæst gjammar hvert sinn.
Góða helgi.
Lýsa yfir áhyggjum af fyrirhuguðum hvalveiðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mikið til í þessu. Ég tel hvalveiði vera árángursríka leið til að styrkja stöðu þjóðarbúsins að nokkru.
Hilmar Gunnlaugsson, 6.3.2009 kl. 18:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.