Brúttó skuldir

Það hlýtur að vera til skiljanlegra orð yfir þetta en málið er að það er komin tími til að hætta að tala um nettó og brúttó skuldir landsins það á að tala um hver greiðslubyrðin verður. Sennilega er nú að leka út að staða okkar er mun líkari því sem að Tryggvi H sagði heldur en því sem mestu bölmóðarnir segja. Enda skýtur Gylfi því inn að þetta verði sennilega svipað og hjá tveimur Evrópu ríkjum fyrir kreppu og er þar sennilega að byggja sér leið til framtíðar útskýringa. Við skulum athuga það að staðan hefur versnað hjá viðkomandi ríkjum síðan þá þannig að þau eru ekki of sæl af sínu þó í ESB séu. 

En svona les ég þetta brúttó og nettó 
Jón brúttó er ef ég kaupi íbúð á 10 000 000 og fæ lánsloforð frá Siggu og Önnu frænku og Páli og Pétri frænda upp á 5 000 000 Íbúðalánasjóði upp á 7 000 000  og foreldri upp á 3 000 000  þá er ég í 15 000 000 skuld og gjaldþrota. Mig dreymir illa ég verð þunglyndir fer að drekka og hef allt á hornum mér hætti að vinna legst undir sæng og sef allan daginn.

Jón nettó er hin raunverulegi Jón hann átti nefnilega 1 500 000 sjálfur tók 7 000 000  Ibúðalánasjóð  og vann fyrir 1.500 000. Notaði aldrei lánsloforðin og var að lokum með viðunandi skuldastöðu sem að hann gat unnið sig út úr. Sefur sæmilega er þunglyndir fram að fyrsta kaffibolla og er ekki geðverri en endranær

Mín skoðun er að það komi í ljós að staða Íslenska þjóðarbúsins sé í raun ekki mikið verri heldur en í kringum 1990 og að lokum komi í ljós að frægt Kastljós viðtal var í raun ein rökréttasta framtíðar sýn sem að sett hefur verið fram.

Amen


mbl.is Dökkar horfur, segir ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband