Fór í bindindi.

Ég fór í blogg bindindi ég var farin að verða var við aukin blóðþrýsting i hvert sinn sem að ég heyrði frétt sem að ég taldi arfavitlausa mér fannst nýja stjórnin ómöguleg ég var farin að leita að pottum og sleifum og ég þurfti að passa mig á að fara ekki að nota orð sem að ekki eru prenthæf á bloggi mínu.

Svo sagði mér manneskja ég er hætt að lesa bloggið þitt það gerir mig þunglynda það er ekkert um annað en kreppu kreppu kreppu og þetta er mikið rétt hjá henni. Svo að ég fór í bindindi og ég er á því að það mættu fleiri gera til að fá smá fjarlægð frá atburðum líðandi stundar.

Þegar maður les sögubækurnar heldur maður stundum að þessi þjóð þrífist á því að það sé allt í kaldakoli mér dettur stundum í hug að hér eimi eftir af þeim sið þegar víst var að þeir sem eitthvað áttu fóru til helvítis en það var vís vera í himnaríki ef að maður lifði í örbyrgð og kvöl á jörðu niðri.

Það hafa verið málaðar hér myndir að kynslóðir á kynslóðir ofan verði skuldsettar sem þrælar en samt eigum við að vera búin að borga og allt að vera komið í lag 2015 ég veit ekki hvernig fólki dettur í hug að það taki kynslóðir að laga það sem aflaga fór ríki hafa leitað á náðir IMF áður meira að segja við og hafa ekki verið kynslóðir að rétta úr kútnum. Það er varla kynslóð frá því að IMF var stofnað:

Það eru nú að birtast tölur um að þetta sé nú sennilega ekki eins mikið og menn héldu en þá er það áróður hægri manna. Getur fólk ekki unnt sér þeirrar ánægju að það sé nú ekki eins alvarlegt ástandið og menn héldu ég vona að það reynist rétt og einnig að það náist kannski nokkrir miljarðar inn frá eyjunni fögru þar sem peningar eru geymdir á öllum snúrum.

Það vekur athygli mína að lesa viðtöl við landa mína í erlendum blöðum að fólk verði að flýja land hér sé allt komið til helvítis lánin hækkað um helming og nú sé ekki lengur hægt að fara út að borða og í bíó nokkrum sinnum í mánuði og ekki hægt að borga pössun fyrir börnin. Sé rýnt betur í þetta þá er í sumum tilfellum um myntkörfulán að ræða lán sem fólk var varað við æ ofan í æ að væru stórhættuleg þó sumir spekingar kæmu fram og mæltu sérstaklega með þeim það góða er að þessi lán munu lækka með hækkandi krónu ólíkt verðtryggðu lánunum.

En eftir lesturinn var mér hugsað til baka til fyrstu íbúðar ég man ekki eftir að það hafi verið farið út að borða eða í bíó eða þá hugsað um utanlandferðir það var verið að kaupa íbúð og að láta sér detta í hug að kaupa nema bíl sem hékk saman á snæri meðan á því stóð var hreint útsagt brjálæði. Það voru meira að segja settar niður kartöflur í garði fyrir ofan Reykjavík til að spara Verst var að það var ekki alltaf til bensín til að ná í þær þangað. En svona var það bara að kaupa fyrstu íbúð og þótti ekki fréttnæmt.

Ég er ekki að segja að það sem í gangi er núna sé bara tómt væl það urðu hér atburðir sem þarf að læra af. En frétta flutningur og annað er orðin svo yfirgengilegur til að halda við kreppukláminu að það er orðið að bera i bakkafullan lækinn að bæta við. Ef að ekki er hægt að finna fólk hér sem er að komast á vonarvöl þá er farið til Ameríku til að birta myndir af fólki sem er að missa húsin sín. Ég held að það sé komin tími til að við förum að reyna að hugsa upp aðferðir til að ná okkur á strik aftur og líta á það jákvæða í lífinu held að það skili miklu meira þegar upp er staðið.

Í dag eyddi ég klukkutíma með barnabarni mínu meðan móðirin dottaði í sófanum við ræddum um landsins gagn og nauðsynjar meðan við átum bollur afinn bollur með rjóma og sultu en barnabarnið vildi ekkert á milli nema mysing og ég komst að því að bollur með mysing eru hreint ekki vondar kannski getum við gert útrás og markaðsett bollur með mysing ekki veit ég það en ég veit þó að það að sökkva sér of djúpt ofan í vandamál dagsins gerir þau ekkert auðleysanlegri allavega var ég mun bjartsýnni eftir þetta spjall heldur en áður.

Góða helgi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband