29.1.2009 | 23:41
Mætti kannski skoða
Mætti kannski skoða málið og hjálpa útlendingum til að fara heim. Útlendingum sem hér hafa verið í láglaunavinnu í alltof dýru húsnæði og hafa hreinlega ekki efni á því að fara heim aftur. Það gæti verið hjálp fyrir þetta fólk sem að í mörgum tilfellum á enga að hér og langar mest til að komast heim. Það er hér fólk sem vildi gjarnan komast heim.
Það myndi létta á vinnumarkaðinum. Svo er annað og það á við um mig sem aðra það er að í ástandi eins og nú er þegar lýtur út fyrir að ekki verði til peningar til að halda úti atvinnuleysissjóði á fólk að taka þá vinnu sem að því býðst. Það skiptir engu þó að maður beri einhverja gráðu maður er ekkert of góður til að vinna þá vinnu sem að tilfellur meðan annað er ekki að hafa.
Svona smá skrumskæling af þekktum orðum
Ekki spyrja alltaf hvað Ísland geti gert fyrir okkur heldur spyrjum hvað við getum gert fyrir Ísland.
18.000 á atvinnuleysisskránni? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.