29.1.2009 | 23:28
Framsóknarstjórn
Eins og ég hef oft sagt áður endurtekur sagan sig í sífellu og því er ekkert óðeðlilegt við það að Framsókn sé nú farin að stjórna Íslandi aftur.
Hin nýja stjórn er í raun ekkert annað en stjórn Framsóknar ég heyrði í hinum nýja formanni þeirra í útvarpinu á leiðinni heim og það sem hann sagði er ekki hægt að túlka öðruvísi en svo að Framsókn styður VG og Samfylkingu svo lengi sem að þau gera eins og Framsókn segir.
Því er ekki um Langreyðarstjórn að ræða eða Baugstjórn þó svo mætti halda miðað við þekkingu forustumann Baugs á verkefnaröðun hinar nýju stjórnar sem kom fram í frétt um hvalveiðar á visi.is .
Nei þetta er ekkert annað en Framsóknarstjórn því hver stjórnar það er auðvitað sá sem ræður og ræður ekki sá sem að leyfir hinum að gera það sem að þeir vilja, svo lengi sem að það sem þeir gera er það sem hann vill. Mér finnst það allavega vera skýrt dæmi um ráðandi stöðu.
Þetta er eitt af magnaðri útspilum í pólitík á Íslandi í langan tíma að mínu mati. Einar Guðfinnsson kemur fast á hælana með hvalaútspilið. Haldi svo fram sem horfir sparar þjóðin stórpening því engin þörf verður á leikhúsferðum með sama áframhaldi við höfum besta leikritið í beinni.
Samþykkja stjórnlagaþing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
þar skaut framsókn sig í fótinn!
Auðun Gíslason, 29.1.2009 kl. 23:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.