Gjörningur eða ólæti

Mótmælin í vikunni hafa verið mér ofarlega í huga eins og margra annarra landsmanna. Þar kom fram að mótmælendur hefðu kastað pokum með þvagi og saur í lögregluna.

Þetta og aðrar fréttir hafa leitt til þess að ég hef verið þeirrar skoðunar að mótmælendur hafi farið fram  með offorsi og ég hef dregið taum lögreglu og stjórnvalda. En mér hefur þótt erfitt að trúa því að það fólk sem að hefur sést á myndum fjölmiðla geti gert svona hluti, margt af því með okkar bestu fyrirmyndum á sviði menningar og lista.

Þá eins og af himnum ofan mundi ég eftir gamalli frétt
sem ef ég man rétt birtist  þann 30 oktober 2006 um að
 drengir í læknaslopp hefðu klippt hárið af nakinni stúlku og síðan hefði verkefnið endað með því að einn þeirra pissaði yfir stúlkuna. Þetta var gjörningur hjá listaskóla nemendum.
Mér er létt ég hef auðvitað misskilið þetta allt saman og stjórnvöld og lögregla líka þetta er náttúrulega bara listrænn gjörningur og ekkert annað. Við gjörninginn hafa síðan bæst við rúðubrot og notkun eldfims vökva til að kveikja elda sem varpa birtu á gjörninginn. Allt saman greinilega stór misskilningur hjá mér og biðst ég afsökunar á afdalamennsku minni.
Það hlýtur að vera eina skýringinn á því að fólk leggur í þá vinnu að safna örnum sínum í plastpoka til að bera niður á Austurvöll og framkvæma þar gjörning: 
Ef ætlunin var eitthvað annað þá er um all einbeittan brota vilja og góðan undirbúning að ræða því að þessar afurðir liggja nú ekki á lausu svona allt í einu. 

En viðtalið við Hörð í dag var engin misskilningur og hef ég í dag beðið eftir því að hann axlaði ábyrgð sína á tungunni eins og Bjarni Harðar á þumalputtanum en þegar þetta er ritað hefur það ekki orðið raunin því miður og mér finnst það leitt því að ég trúði því að það myndi hann gera.

mbl.is Sextándi mótmælafundurinn á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband