Stjórnin haldi áfram

Síðustu dagar hafa verið athyglisverðir krafan um að stjórnvöld víki rís hærra og það er aðdáunarvert hvernig Geir heldur ró sinni ég held að sagan eigi eftir að dæma hann sem einn af öflugri stjórnmálamönnum Íslands.
Fólk kennir stjórninni um allt stjórnin felldi Glitni og orsakaði bankahrunið samt eru aðrar ríkisstjórnir í óða önn að gera slíkt hið sama en þá heitir það stjórnviska hjá fræðimönnunum.
Auðvitað svaf stjórnin á verðinum hún hefði átt að sjá að leiktjöldin sem að fjármálageirinn hafði sett upp voru gerð úr skæni en kannski er henni vorkunn kannski trúðu menn því einfaldlega að við værum svona klár. Það er ekki glæpur að vera of auðtrúa en það er ekki gott.
Mikið er talað um ábyrgð en hver er ábyrgð menntastofnanna og fræðimanna sem að menntuðu fólkið sem að setti okkur á höfuðið ætti ekki að líta þangað líka er ekki hægt að segja að það sé á ábyrgð þeirra sem að kenndu þeim kúnstirnar sem ullu því að allt fór á hliðina.
Þarf ekki hin akademíska hlið að líta í eigin barm það lýtur jú út fyrir það að mínu mati að út á markaðinn hafi streymt fólk velmenntað í hinum ýmsu fimleikum til þess ætluðum að búa til peninga og með hörmulegum afleiðingum. Á að fara fram á að allir þeir sem kenna meðhöndlun peninga segi af sér vegna þess að lærisveinarnir brugðust gjörsamlega siðfræðin virðist hafa gleymst.

Það er hrópað að stjórnin eigi að víkja en hvað á að koma í staðin það er ekki mikið talað um það ég sendi þingmanni sem vill stjórnina burt  spurningar á blogg hans i dag hann flokkar út spurningar á bloggi sínu lýðræðis ástin er ekki meiri en það. Þessar spurningar voru ef að ég man rétt.
Ef að VG kæmist að myndu þeir afþakka IMF lánið og ef svo til hvaða aðgerða myndu þeir grípa í staðin fyrir það.
Myndi VG afnema verðtryggingu.
Myndi VG frysta eigur þeirra sem taldir eru bera ábyrgð og hneppa þá í varðhald.
Hingað til hefur þessu ekki verið svarað enda ekki gott að svara það er mikið betra að fara fram með ómarkvissar fullyrðingar um hvað allt væri betra ef að stjórnin færi.

En hvað skeður ef að stjórnin fer ég trúi því þó að stjórnvöld hafi algjörlega vanmetið nauðsins upplýsingar gjafar að það sé verið að vinna bak við tjöldin dag og nótt til að vinna bug á ástandinu. Þannig að ef stjórnin fer frá og ný stefna tekur við myndi sennilega lánið frá IMF falla úr gildi samningar sem unnið er að gætu lent í upplausn er nokkuð sem að gæti til dæmis stöðvað þjóðir í að setja á okkur viðskiptabann fyrir að hlaupa frá skuldbindingum okkar. Það yrði okkur þungur baggi ef að svo færi. Það er ekkert ómögulegt það er ekki langt síðan að þjóðirnar tóku sig saman og stöðvuðu lán til okkar nema að við færum að þeirra vilja. Einnig kom fram í fréttum að ef við gengjum ekki frá okkar málum myndu Evrópskir bankar einfaldlega sjá til þess að við fengjum hvergi lán í framtíðinni. Það er því alveg augljóst að mínu mati að það er sama hver tekur við vandamálin verða þau sömu og lausnirnar svipaðar. Þetta veldur þvi að ég er og verð þeirrar skoðunar þangað til ég sannfærist um annað að það eigi ekki að kjósa á næstunni það sé einfaldlega ekki rétt að fara núna í að eyða tíma í kosningar og það sem að þeim snýr.

Hin góði prófessor sem er spámaður þessarar viku  kom með dæmi sögu sem að mikið heyrist núna. Ef barnið þitt keyrir á grindverk myndirðu virkilega lána því fjölskyldu bílinn og þessi saga er all nokkuð notuð til að sýna fram á að það eigi að víkja stjórnvöldum frá . Ég myndi lána yrðlingunum mínum fjölskyldubílinn þó þau keyrðu á grindverk því sennilega er það ein besta tryggingin fyrir því að það passi sig vel á grindverkum í framtíðinni og komi sér ekki í þær aðstæður aftur að það geri slíkt aftur. Við lærum nefnilega af mistökum en ofmetnumst af sigrum það er eðli mansins.


mbl.is Ekkert mælir gegn því að kjósa næsta vetur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fullt af góðum punktum í þínum skrifum. 

EE (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband