En eitt rökrétt framhaldið

Eftir því sem að ég veit best eru sjúkrahús byggð upp fyrir skattpeninga okkar all stór hluti af tækjum sjúkrahúsa eru gjafir frá einstaklingum og hópum. Þetta er sennilega rökrétt framhald á því sem að á undan er gengið. Auðmenn náðu að blóðmjólka út allan okkar pening úr bankakerfinu og fyrirtækjunum nú er komið að því sem að við höfum lagt í heilbrigðiskerfið. Ég legg til að stofnað verði svokallað Alþýðusjúkrahús þar sem að félagasamtök geta verið viss um að sá tækjabúnaður sem að gefin er af frjálsum framlögum endi ekki sem mjaltavélar auðvaldshyggjunnar.


mbl.is Bærinn vill verja sjúkrahúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helena

Alveg sammála

Helena, 9.1.2009 kl. 00:13

2 identicon

Ferlið er skýrt. Hóta lokunum og niðurskurði, framkvæma það líka eins og hægt er, þá koma einkaaðilar sveitarfélögunum "til bjargar" og yfirtaka reksturinn. Þetta á að gera í grunnþáttunum, heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu. Að því hefur verið stefnt og nú á að nýta sér efnahagsþrengingarnar til að hrinda því í framkvæmd. Þegar búið er að þrengja svo að grunnþjónustunni að allir finna fyrir því er auðveldara að réttlæta aðkomu auðmannanna - þá verður þjónustan að minnsta kosti áfram til staðar. En aðkoma þeirra þýðir auðvitað að það þarf að reka stofnanirnar með hagnaði ... ekki eru þeir að stefna á góðgerðastarfsemi. Nú er búið að ná því sem hægt var út úr bankakerfinu, grunnþjónustan er ein eftir. Á einhverju verða þeir að græða!

Ragnheiður Gestsdóttir (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 10:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband