29.12.2008 | 23:40
Rúnir trausti.
Ég er þeirrar trúar að flestir brosi einfaldlega út í annað þegar þeir félagar senda frá sér svona yfirlýsingu þeir verða bara að fyrirgefa okkur sem að trúum ekki orði af því sem að í fréttinni stendur. En því miður held ég að staðreyndin sé sú að fréttin sé rétt að bak við luktar dyr sé búið að skrifa lokakafla málsins það annað hvort gufi málið upp eða sé einfaldlega eðlilegir viðskipta hættir þó að allir sjái hversu rangt það er að 100 000 000 000 milljónir fari í ferð án enda. Þetta er ein milljón á þriðja hvern Íslending. Það skildi þó ekki vera þetta sem Pétur Blöndal átti við með fé án hirðis.
Það sem henti Ísland var í raun nokkurs konar engisprettu faraldur sem eirði engu sem í vegi hans varð og notaði það til að fæða næstu ofurmennsku drauma. Við skulum gera okkur grein fyrir því að það er ekki nóg með að við þurfum að borga skuldirnar heldur þurfum við líka að lifa við að hver einasti sjóður hefur verið tæmdur og flest fyrirtæki og sjóðir sogin inn að beini þannig að ekkert er eftir nema hræin. Þetta var alt saman hrein og tær snilld örugglega ekki ólögleg en óábyrgt og siðlaust að mínu mati. Og enginn gerði neitt rangt að eigin mati.
Ég er að verða þeirrar skoðunar að það sé búið að skrifa harmleikinn allt til loka og að fyrir löngu sé búið að ákveða að fórna alþýðunni einu sinni enn ef ekki á altari fjárglæfra manna þá í kjötkatla ESB.
Verst er þó að þola hrokan og siðblinduna sem að virðist hrjá stóran hóp þeirra manna sem að brutu fjöregg Íslensku þjóðarinnar það hefur ekki nokkur maður gert rangt það voru alltaf einhverjir aðrir það var krónan það var stærð Íslands það var vegna þess að við vorum ekki í ESB það var allt nema þeir sjálfir. Allar þessar staðreyndir voru þeim kunnar og þeir þekktu leikvöllinn svo að þetta er engin afsökun.
En við sjáum til ballið er ekki búið þó að stjórnvöld hafi fengið frið yfir hátíðarnar hvers vegna ekki að gefa skít í þetta allt og byggja nýtt þjóðfélag til hliðar við það gamla og rotna. En meira um þá hugmynd í næsta bloggi hún er kannski ekki svo vitlaus.
Engar ólögmætar færslur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta gerist þegar glæpamenn setja lögin,
Gullvagninn (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 10:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.