18.12.2008 | 15:06
Ég krefst þess
Sem skattgreiðandi í þessu landi krefst ég þess að séð verði til þess að sá einstaklingur sem braut rúðurnar verði látin borga fyrir viðgerð á þeim eins og aðrir tjónvaldar í þessu landi. Sé hann ekki fjárráða skal reikningurinn sendur til foreldra viðkomandi einstaklings til greiðslu. Við skattgreiðendur þessa lands eigum ekki að borga þetta.
Ein spurning fyrir þá sem finnst réttindi þeirra lítils metin hér á landi. Í hvað mörgum löndum hefði hópur grímuklæddra manna geta hafst við inn í banka í þetta langan tíma án þess að vera skotnir.
Að það skuli vera hægt er eitt að því góða við landið okkar en líka er vel líklegt að þessi mótmæli muni á endanum eyðileggja það.
Mótmæli halda áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
rúðubrotið kosar 0,5 krónur á hvern skattgreiðanda en FME a.m.k. 2.000.000 króna á hvern skattgreiðanda. Ætlar þú að borga FME skuldina fyrir mig og mína ef ég greiði rúðubrotiði fyrir þig og þína?
Kær, kveðja
Annars skattgreiðandi.
Þór Jóhannesson, 18.12.2008 kl. 15:12
Blessaður
Gott að vita að ég er ekki eini skattgreiðandinn. Málið er að ég hef ekkert í huga frekar en aðrir að borga skuldir einkafyrirtækja úti í löndum. En ég hef enga trú á því að rúðubrot styðji neitt við þá ákvörðun mína og ég ætla heldur ekki að borga rúður sem að aðrir brjóta.
Ég mótmæli með atkvæði mínu í lýðræsislegum kosningum með því að versla mínar neysluvörur hjá þeim sem að minnstan óleik gerðu okkur og um leið og nýir aðilar koma mun ég snúa mér til þeirra. En ég brýt ekki rúður og ég ætlast til þess að foreldrar eða umráðamenn þeirra einstaklinga sem að svo gerðu sjá til þess að tjónið sé bætt sé viðkomandi ekki fjárráða. Sé hann fjárráða þá á þegar að grípa til innheimtu aðgerða.
Ef að ég hrasa niður í bæ og dett á rúðu þarf ég eða mín trygging að borga hana það sama á að gilda yfir þá sem að lemja í rúður með grjóti.
Jón Aðalsteinn Jónsson, 18.12.2008 kl. 17:38
Þór telur eflaust eins og flestir að nauðgun sé alvarlegt brot og slíkt eigi ekki að viðgangast en miða við málflutning hans hér þá hlýtur hann að telja það í lagi nefbrjóta einhvern því það náttúrulega bara smávægilegt miða við nauðgun. Annars er ég þeirra skoðunar að menn eigi ekki að réttlæta eitt óréttlæti með því að benda á annað. Ég vil hvorki borga fyrir rúðuna sem ég ekki braut né skuldir manna sem ég hef ekki safnað.
Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 22:04
Auðvitað eru skemmdarverk ekki besta leiðin til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og verða yfirleitt til að vekja andúð "almennings" í landinu sem svífur sofandi að feigðarósi í blindri ofurtrú á heiðarleika og sannsögli ofurspilltra stjórnmálamanna og ríkisstofnanna.
En hvílíkur er heigulshátturinn í FME að hlaupa niður í andyri og læsa öllum hurðum þótt hópur manns komi saman og nýti rétt sinn til að mótmæla og krefjast umbóta.
Jón minn, ég trúi því ekki að maður á þínum aldri haldi virkilega að þú, sitjandi fyrir framan tölvuskjáinn þinn milli vonar og ótta að eitthvað fari nú kannsk mögulega að gerast, stjórni einhverju um það hvað þú borgar og hvað ekki. Þú ert nú þegar byrjaður að borga.
Torfi Magnússon (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 22:48
Blessaður Torfi
Það er rétt við verðum að hlýta aðgerðum stjórnvalda meðan þa sitja í umboði okkar þannig að við stjórnum ekki hvað við borgum en við höfum refsivöndin í formi atkvæðis okkar. En ég stjórna hvar ég eyði og versla og er þegar farin að nýta mér þann rétt.
Jón Aðalsteinn Jónsson, 20.12.2008 kl. 21:10
Glæsilegt Jón! Verslum ekki við svínið!!!!
Verst er að það eru ótrúlega margir íslendingar hrikalega meðvirkir með bullinu sem er í gangi. Það var óformleg kosning á útvarpi Sögu í dag um mann vikunnar og gettu hver vann.
Jóhannes í Bónus!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Maður vikunnar! Fyrir hvað spyr ég. Að brjóta samkeppnislög, að stinga undan skatti, að svínbeygja íslenska framleiðeindur til að selja sér vörur rétt yfir framleiðluverði eða verða útilokaðir frá verslununum hans að öðrum kosti. Það er hneisa að fólk skuli virkilega getið verið svona illa haldið af stokkhólmsheilkenni.
Ég segi
Við mótmælum öll, hver á sinn hátt og hættum að skammast í hvort öðru fyrir hvernig náunginn mótmælir, það eykur bara á óvild á milli okkar sem þurfum að borga sukkið og dregur athygli frá því sem virkilega skiptir máli
Torfi Magnússon (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 23:39
Ég óttast að það þurfi að kosta einhverjum rúðubrotum og kannski meira til, svo við fáum eitthvað réttlæti. Það skiptir ekki máli hvernig þú eða ég kjósum, ég vitna bara í nýlega skoðanakönnun sem sýndi 70% óánægju með stjórnina, en stjórnarflokkarnir halda sama fjölda þingmanna og gætu þar með haldið áfram með sömu stjórn, þó hlutföllin séu eitthvað breytt. ....og það er eftir þessar hamfarir, þegar þing og eftirlitsstofnanir hafa brugðist skattborgurum algerlega, þá höfum við menn sem ekki axla ábyrgð, ekki biðjast afsökunar, hvítþvo hvern annan og fella niður sínar skuldir meðan okkar byrði þyngist (og á eftir að þyngjast miklu meira 2010 segir imf).
Gullvagninn (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 20:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.