Framkvæma strax ekkert stopp

Ef við skoðum söguna þá er rétti tíminn til að framkvæmda í niðursveiflu svo að 1 Janúar 2009 er góður dagur til að hefja framkvæmdir.

Framkvæmdir sem að ættu að vera fjármagnaðar innanlands það eru til peningar hjá til dæmis Lífeyrissjóðunum sem eiga að fara að kveikja á perunni að þeir eru fyrir fólkið en ekki forustumenn verkalýðsins og atvinnurekendur, þetta er hluti af laununum okkar og því í raun okkar eign. Írar ætla að nota lífeyrissjóði sína til að bjarga sér. Ég geri því kröfu til þess að Lífeyrissjóðurinn minn allavega flytji heim sína peninga og noti til að efla það sem að nýtist mér hér á landi það er þess virði þó að greiðslan eftir 67 verði einhverjum fimmþúsundkalli minni í staðin. Það má reikna með því að sjóðirnir myndu græða pening í formi meiri vinnu og betri afkomu.

Eftir síðustu áföll er það mín bjargfasta skoðun að við eigum að byggja hér sjálfbært þjóðfélag sjálfbært á þann máta að flest það sem við nýtum og notum á að vera framleitt innanlands það er sú sjálfbærni sem að liggur mest á að innleiða síðan má huga að sjálfbærni umhverfisverndar.

Fyrsta skrefið í þessari þróun er að hefja byggingu áburðarverksmiðju þegar 1 janúar hún ætti að rísa á Bakka og vera fjármögnuð af Bændasamtökunum og Lífeyrissjóðunum og rekin sem með eðlilegri arðsemiskröfu en jafnframt vinna að því að skaffa vöru á samkeppnisfæru verði og jafna út sveiflur í verði áburðar. Verksmiðjan á að borga sama rafmagnsverð og stóriðja. Við skulum gleyma þeirri uppsprengdu arðsemi sem vaðið hefur uppi undanfarið sú vitleysa kemur vonandi ekki aftur meðan ég lifi. Verksmiðjan á að mínu mati að vera eins konar samvinnuapparat til að jafna út sveiflur en ekki til að fita fjóspúka. 

Með byggingu Áburðarverksmiðju verður landið óháðara sveiflum sem hinir gráðugu hrávöru fjárfestar valda út í heimi.
Það sem að við byggjum upp úr rústunum á að vera fyrir Íslenska alþýðu því að það er hún sem borgar allar þær skemmdir sem að unnar hafa verið á þjóðfélaginu.
Þess vegna er ekkert að því að ströngustu græðgiskrofum sé ekki fullnægt heldur einblíni samtök eins og lífeyrissjóðir og önnur samtök meira á hvað er þjóðinni og landinu fyrir bestu.

Það ætti að vera hægt að byggja svona verksmiðju mjög hratt og kostnaðurinn ætti ekki að vera gigantískur við skulum ekki byggja í útrásar stíl heldur með einfaldri stálgrind keyptri frá Kína og klædd með álplötum úr Íslensku áli. Það er enn til þekking hér á landi á þessu sviði og um að gera að byrja strax til að nýta hana síðan nýtist verksmiðjan einnig til framleiðslu vetnis. Það mætti jafnvel byggja tvær smærri verksmiðjur.

Það er grundvallar atriði að við stefnum að því að vera sjálfstæð þjóð sjálfum okkur nóg um sem flest í framtíðinni það er hin eina rétta aðferð til að skapa hér stöðug og góð lífskjör.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Líst vel á þetta.  Segja okkur úr alþjóðavæðingunni, úr ees, stefna að því að vera sjálfbær með sem flest, það er heilbrigt. 

Það er þó hætta á að imf líti svona hornauga, kannski jafnvel illa auganu, enda vilja heimstjórnarmenn að lönd og fólk allt sé "inter-dependant" sem hljómar eins og independant en þýðir akkúrat öfugt.  Þegar þjóðir eru orðnar algerlega háðar hverri annarri og þar með háðar kerfinu, þá er valdið orðið mjög miðlægt, ekkert land getur ákveðið eitthvað upp á eigin spýtur, því þá kann "bandalagið" að sýna ufsahausinn og ef þú bakar þér næga reiði til að til viðskiptaþvingana komi, þá blasir algert hrun við þeim sem er inter-dependant.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 19:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband