ESB vírus í gangi

Það lý'ur ekki sá dagur sem að kostir ESB eru ekki raktir fyrir landsmönnum og fróðleiknum troðið ofan í kok á okkur eins og fæði í franska gæs greinin í dag er engin undantekning allt í plús ekkert í mínus.

Þar segja félagarnir að "atburðir síðustu mánaða hafi dregið úr trausti fólks á stjórnmálamönnum og stjórnskipulaginu og að brýnt sé að endurheimta það"

Hvernig stendur á því að í hvert sinn sem að þarf að endurheimta eitthvað hér þá sjá menn engan annan möguleika en ESB hvernig á það að breyta trausti mínu til stjórnmálamanna að þeir framvísi valdinu til Brussel. Endemis þvæla og uppgjöf að mínu mati ef að þeir sem að stjórna okkur þurfa skjól undir pilsfaldi ESB maddömunnar ef eitthvað bjátar á þá eiga þeir að velja sér annan starfsvettvang þar sem unnið er í vernduðu umhverfi.

Þeir segja líka að "efla þurfi tengsl milli kjósenda og kjörinna fulltrúa og skerpa á ábyrgð þeirra sem með valdið fara"

Eru þeir að segja það að þeir sem valdið hafa núna telji að þeir beri enga ábyrgð ég hef aldrei getað litið svo á á minni æfi að ég bæri ekki ábyrgð á því sem að ég væri að gera.
Hvernig eflir það síðan tengsl kjósenda og kjörinna fulltrúa að færa valdið til Brussel er ekki frekar að menn sjái fyrir sér að þar sé meira skjól fyrir gagnrýni. Enda allt í lagi að minna á þá ábyrgðartilfinningu stjórnvitringa sambandsins sem hefur leitt til þess að ársuppgjör þess hefur ekki verið samþykkt árum saman.

Eg allavega lít á þetta sem uppgjöf enn einna stjórnmálamannanna sem gefist hafa upp á því sem að í starfslýsingu þeirra fellst en það er að vinna að hagmunum lýðveldisins Íslands og efla hag þess og fólksins sem að þar býr.


mbl.is Hvetja til viðræðna og atkvæðagreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband