8.12.2008 | 23:31
Nýjar aðferðir
Eru þetta hin breyttu mótmæli sem talað var um á Austurvelli síðasta laugarda.
Mér finnst að Hörður þurfi að gefa út yfirlýsingu um hvort að þessi mótmæli séu á vegum hans þannig að fólk geti myndað sér skoðun á því hvort það vill mæta eða ekki næsta laugardag.
Annars gera þessir aðgerðarsinnar andstæðingum mótmælana greiða þeir fæla fólk frá því að mæta fólk sem að vill mótmæla með stillingu og reisn.
Hverju er síðan alltaf verið að mótmæla það er verið að mótmæla því að við höfum ríkisstjórn ríkisstjórn sem að situr í einum mesta meirihluta sem verið hefur og var kosin til fjögurra ára. Það var ekkert í kosningunum sem að sagði að ef efnahagserfiðleikar kæmu upp þá ætti að kjósa.
Það er líka sama hvaða ríkisstjórn hefði verið það væri óánægja með hana við þessar aðstæður. Við höfum okkar lýðræðislega rétt til að setja þessa stjórn af við kosningar og kosningar eru árið 2011 ef ég man rétt.
Það vekur mér athygli að mótmælin beinast eingöngu að stjórnvöldum þau beinast ekkert að gerendum þeim sem að komu okkur á kaldan klaka við krefjum stjórnvöld um aðgerðir en gerum ekkert sjálf.
Hvers vegna? Er það ekki vegna þess að það hentar ekki mótmælendum. Aðgerðarsinnar ásaka okkur sem að ekki mótmælum að vera latir og gegna ekki skildum okkar en kannski mótmælum við mörg á annan máta með því til dæmis að versla ekki við ákveðnar verslanir sem eru í eigu ákveðinna hringja, skilum inn símum frá símafélögum í eigu útrásar manna eða verslum ekki við þau olíufélög sem að hækka fyrst.
Ef þetta unga fólk vill mótmæla svo að bíti þá lokar það gsm símunum hættir að kaupa tölvuleiki og fara í bíó og verslar ekki í verslunum sem að tengjast útrásarvíkingunum en það er bara ekki eins inn og að komast í sjónvarp verandi lambúshettu hrópandi drullið ykkur út á löggjafar samkundu lýðveldisinns.
Mótmælendum er síðan hollt að ihuga hvaða hópar hylja andlit sín það eru hópar svipaðir þeim sem að ruddust upp á strönd Indlands fyrir stuttu sjá menn virkilega svoleiðis aðgerðir í einhverjum ljóma. Menn tala síðan um að það sé komin tími á uppreisn ég ráðlegg mönnum að leggjast yfir sögubækurnar og lesa um byltingar og hvað þær hafa haft í för með sér. Það á ekki að umgangast lýðræði okkar af láttúð það tók langan tíma að fá það.
Það eina sem að aðgerðir dagins í dag komu til leiðar er að sennilega verður lokað fyrir aðgang almennings að þingpöllum nema undir eftirliti og það sérkenni Íslensk þjóðfélags að ráðamenn gátu farið um óáreittir er horfið nú þurfa þeir lífverði. Annað hefur ekki breyst.
Allir mótmælendurnir lausir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.