25.11.2008 | 22:57
Norski þátturinn
Ef mig brestur ekki minni var þetta in vino sanitas in aqua veritas það er sannleikurinn í víninu en heilbrigðið í vatninu. Getur vel verið að þetta sé kolruglað hjá mér enda óralangt síðan ég sat í latínu hjá Rangheiði Torfa og einkunnir mínar eftir þann vetur eru geymdar á stað sem að ekki finnst fyrr en ég hef horfið til forfeðra minna.
Ég fór að hugsa um þetta núna áðan þegar ég skipti yfir á Norska stöð til að sjá umfjöllun um Ísland umfjöllun rétta eða ranga sem var fólgin í einhverju öðru en spurningum og upphrópunum eins og ætlarðu að hætta, ætlarðu að segja ef þér, berðu ekki ábyrgðina, ætlarðu virkilega ekki að hætta og heyrru göngum við svo ekki örugglega í ESB og tökum upp evru.
Ég sakna umfjöllunar eins og í Norska sjónvarpinu hún þarf ekki að vera stóri sannleikur en það er þó reynt að safna upplýsingum draga ályktanir og komast að niðurstöðu réttri eða rangri.
Það er gerð krafa á áhorfendan að hann hugsi. Maður hefur aðeins séð af því hjá Agnesi Braga enn það þarf mikið meira af efni sem að reynir að kafa dýpra í þessa atburði.
Fjölmiðlum er þó kannski svolítil vorkunn því almenningur virðist ekki kalla eftir þessari umfjöllun, heldur gera sér að góðu að koma saman og hrópa slagorð gegn stjórnvöldum og fara síðan heim kaupa í matinn í Bónus á leiðinni, segja börnunum að koma heim í gegnum gsm símtal, hlusta á Bylgjuna í bílnum og enda dagin yfir stöð 2 og hafa þá í raun eitt deginum í boði útrásarinnar ekki slæmt það
Ég fór að hugsa um þetta núna áðan þegar ég skipti yfir á Norska stöð til að sjá umfjöllun um Ísland umfjöllun rétta eða ranga sem var fólgin í einhverju öðru en spurningum og upphrópunum eins og ætlarðu að hætta, ætlarðu að segja ef þér, berðu ekki ábyrgðina, ætlarðu virkilega ekki að hætta og heyrru göngum við svo ekki örugglega í ESB og tökum upp evru.
Ég sakna umfjöllunar eins og í Norska sjónvarpinu hún þarf ekki að vera stóri sannleikur en það er þó reynt að safna upplýsingum draga ályktanir og komast að niðurstöðu réttri eða rangri.
Það er gerð krafa á áhorfendan að hann hugsi. Maður hefur aðeins séð af því hjá Agnesi Braga enn það þarf mikið meira af efni sem að reynir að kafa dýpra í þessa atburði.
Fjölmiðlum er þó kannski svolítil vorkunn því almenningur virðist ekki kalla eftir þessari umfjöllun, heldur gera sér að góðu að koma saman og hrópa slagorð gegn stjórnvöldum og fara síðan heim kaupa í matinn í Bónus á leiðinni, segja börnunum að koma heim í gegnum gsm símtal, hlusta á Bylgjuna í bílnum og enda dagin yfir stöð 2 og hafa þá í raun eitt deginum í boði útrásarinnar ekki slæmt það
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég horfi oft á ameríku fréttastöðina Fox og þar er rætt um viðbrögð við kreppunni og fleira og verð að segja sama og þú, þar eru hlutirnir ræddir frá mörgum sjónarhornum og ýmsar ályktanir dregnar sem fá mann til að hugsa. Þar eru alvöru fréttamenn og fagmenn innanborðs. Ég var einmitt að hugsa áðan þegar Agnes Braga var í sjónvarpinu, við þyrftum að eiga fleiri svona blaðamenn. Við þyrftum líka að eiga frjálsa fjölmiðla.
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 26.11.2008 kl. 20:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.