22.11.2008 | 17:47
Vantar eitthvað í fréttina
Eftirfarandi kemur framm í fréttinni
"Í samtali við blaðamann Morgunblaðsins benti Hörður Torfason á að maðurinn hefði engan fyrirvara fenginn áður en hann var handtekinn í miðjum gleðskap í gærkvöldi. Lögum samkvæmt á að boða fólk í afplánun með þriggja vikna fyrirvara en hann fékk engin skilaboð heldur var færður fyrirvaralaust í fangelsi.
Var maðurinn að bíða eftir afplánun dóms þegar að hann hengdí upp fánan og ef hann hefur verið að bíða eftir afplánun þá gat hann búist við að þetta gæti orðið til þess að henni yrði flýtt.
Mótmæli við lögreglustöðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Nei. Kynntu þér málið http://visir.is/article/20081122/FRETTIR01/763380331/-1
Þar segir m.a. "Ragnar Aðalsteinsson, lögfræðingur, segir vart lagaheimild fyrir því að slíta afplánun í sundur líkt og gert hafi verið í þessu máli. Slíkt verði að skoða en það geti valdið fólki ómældum spjöllum. Hann segir rannsóknarvert hversu brátt afplánunin nú hafi borið að."
Upplýsandi (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 17:55
Þakka þér fyrir upplýstur ég geri ráð fyrir að lögreglan hafi stuðst við þessa grein sem kemur fyrir í vísis greininni
"Þó megi hefja afplánun án fyrirvara fremji viðkomandi dómþoli refsivert afbrot í millitíðinni" Ragnar hefur fyrirvara á sínu máli og segir að "það sé vart lagaheimild" og eflaust veitir Ragnar manninum gjafsókn ef honum finnst á sér hafa verið brotið.
Fullur mér dettur ekki í hug að kalla þig gungu og slétt sama hvort að þú bloggar undir nafninu fullur eða einhverju öðru nafni, þú átt rétt á þinum skoðunum það sem að mér lék hugur á að vita var hvort að viðkomandi einstaklingur hefði verið á skilorði þegar hann setti upp fánan og verið settur inn vegna þess því þá væri einfaldlega um tvö óskyld mál að ræða sem að ekki á að blanda saman.
Þú segir síðan "Bara sorrí en þessi Haukur tekur þig í nefið hvenær sem er" Ertu til í að útskýra það aðeins nánar hvað þú att við hvort að það væri þá vegna þess að skoðana minna eða einhvers annars og hvort að mér beri að líta á þetta sem hótun af þinni hálfu er ekki alveg að skilja þennan hluta athugasemdar þinnar?
Jón Aðalsteinn Jónsson, 22.11.2008 kl. 18:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.