Verkalýðshreyfing á villigötum

Ég er nú orðin gamall og gleymin þannig að það getur vel verið að ég hafi gleymt því en mig rekur ekki til þess minni að ég hafi samþykkt eða verið spurður að því hvort að ég vildi ganga í ESB af þeirri hreyfingu sem að mér er þó skylt að borga félaggjöld til það er verkalýðshreyfingunni.
Ég hef mínar efasemdir um fjórfrelsið þar á meðal frjálst flæði vinnuafls og enn meiri efasemdir hef ég um þá tilskipun sem að lokum verður barin í gegnum lýðræðishallaapparatið í Evrópu en það er tilskipunin um frjálst flæði þjónustu. Sú tilskipun gerir fyrirtækjum kleyft að stunda verksvið sitt í hverju landi um sig undir þeim lögum sem að gilda í heimalandinu.
Ég verð því að viðurkenna að ég er eiginlega ekki lengur viss fyrir hverja ASI er að berjast. Allavega eru þeir að berjast fyrir lífeyrissjóðina svo við höfum það gott í ellinni en sum okkar erum þó svo lífeyrissjóðavæn að við geispum golunni áður en kemur að úrtöku úr þessum sömu sjóðum þá fær sjóðurinn sitt.
Það er því ekki svo vitlaust hjá forkólfum þeirra að berjast á móti því að verðtrygging verði stöðvuð eða hamin meðan versta áfallið dynur á ég held að það verði tvíþættur gróði af því skuldirnar halda verðmæti sínu og einnig fækkar þeim vegna vinnuálags og áhyggja, sem að ná að tóra til þess aldurs að taka úr sjóðnum hefst. Sennilega bara gott dæmi um hagfræði 101

Ég ítreka enn skoðun mína að ASI hafi annað verksvið en að berjast fyrir inngöngu í ESB verksviðið sé fólgið í því að standa vörð um hag launafólks í lýðveldinu Íslandi. Svo er spurning hvort að ekki eigi að aðskilja betur verkalýðshreyfinguna og lífeyrissjóðina þannig að verkalýðsforustan geti einbeitt sér að afkomu fólks í dag en ekki í fjarlægri framtíð. Það er verksvið lífeyrissjóðana.


mbl.is Líflegur ASÍ-fundur í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þarna erum við að hluta til sammála minn gamli vinur og skólabróðir.  Verkalýðshreyfingin, lífeyrissjóðakerfið og ASÍ batteríið eins og það leggur sig er handónýtt og er alls ekki að vinna fyrir þá sem það var stofnað til.

Jóhann Elíasson, 18.11.2008 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband