15.11.2008 | 23:40
Af litlum Neista 2 (Heilbrigðisgeirinn)
Annar hluti neista fjallar um heibrigðisgeiran og tækifæri í honum. Þar er gert all nokkuð meira úr svokölluðum spill over effects vegna hans heldur en fræðingar á sömu línu hafa viljað gera úr þeim sömu áhrifum áliðnaðar á vinnuafl í landinu. Einnig er hvatt til að byggja upp spa menningu á landinu ég hef hingað til tengt orðið við böð og ekki orðið var við að þjóðin sé neitt sérstaklega illa lyktandi eða að við þurfum að fá hér nýja menningu sú gamla hefur gagnast mér vel þangað til að henni var riðið til heljar í útrásinni. Hún er löskuð en ég ætla að halda mér við hana en get að meina lausu tekið þátt í nýrri menningar sókn og farið oftar í heilsubað þjóðinni til hagsbóta.
Skilgreina þarf markmið og draga hingað útlendinga og nýta þannig aðstæður á gjaldeyrismörkuðum. Við skulum muna að aðstæður á gjaldeyrismörkuðum eru síbreytilegar. Þetta er að mörgu leiti góð lesning og hvet ég fólk sem til að lesa Fréttablaðið bls 10 þann 14 nóvember og kynna sér málið.
En það er eitt sem að stingur mig í þessum ágæta lestri. Í greininni stendur.
" Það er veruleg sóun í kerfinu í formi dýrra stofnanna sem geta ekki breyst vegna þess að sokkinn kostnaður er hugsaður sem verðmæti. Vinnuafl er oft óþarflega dýrt og möguleikar eru á að gera þjónustu samninga sem væru mun ódýrari í framkvæmd. Draga þarf úr þessari sóun og nýta frekar sokkinn kostnað með öðrum hætti en hingað til. Mikill hluti af sóuninni í heilbrigðisgeiranum felst í því að fenginn ávinningur af dvöl í heilsuumhverfi er ekki skilgreindur sem verðmæti og því hvorki metin af verðleikum né settur í verð. Það er þess vegna mikilvægt að gera fólk betur meðvitað um hvaða verðmæti það er að fá og hugsanlega takmarka einhvern veginn aðgengið að þessum verðmætum þannig að fólk beri virðingu fyrir þeim" Tilvitnun lýkur.
Ég spyr hvað er sokkinn kostnaður það er alveg nýtt hugtaka skrípi fyrir mér veit ekki til þess að kostnaður sökkvi en hef heyrt um undirliggjandi kostnað.
Finnst þessu góða fólki að starfsfólk í heilbrigðisgeiranum sé á of háum launum samanber það að vinnuafl sé óþarflega dýrt.
Þar sem að Björk er tengd þessum niðurstöðum væri gaman að vita hvort að hún vill einkavæða heilbrigðiskerfið á Íslandi ég mæli með spurningu í þá veru handa henni í næsta viðtali.
Samanber fullyrðingu um ódýra þjónustu samninga eiga þeir að vera unnir með erlendu vinnuafli.
En það sem stendur mest í mér í greininni er eftirfarandi setning
"Það er þess vegna mikilvægt að gera fólk betur meðvitað um hvaða verðmæti það er að fá og hugsanlega takmarka einhvern veginn aðgengið að þessum verðmætum þannig að fólk beri virðingu fyrir þeim" Undirstrikun er mín.
Þetta vil ég fá skýringar á hvernig á að finna út hverjir beri ekki virðingu fyrir kerfinu og fá þar af leiðandi ekki þjónustu. Jú sennilega eftirfarandi hópar reykingarfólk, fólk sem er ekki í kjörþyngd, fólk sem notar þriðja kryddið og fólk sem borðar rautt M&M eða hva.
Hver ætlar að velja og ákveða hin stóra sannleik þetta er eiginlega háfgerður ismi með vondu forskeyti.
Frá mínum bæjardyrum séð er hér hreinlega verið að tala um einkavæðingu og forgangsröðun í heilbrigðiskerfinu. Eins og Napoleon sagði í Animal Farm þeirri góðu sögu. Öll dýrin eru jöfn en sum dýrin eru þó jafnari en önnur. Þannig að þessi neisti heillar mig ekki neitt nema kannski vonin um að geta komist í heilsu bað með moldríkum erlendum fraukum en það er sennilega tálsýn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.