14.11.2008 | 19:00
Nei
Fiskveiðiréttindin hafa alltaf verið hindrun á leið Íslands til ESB en í ljósi atburða nú kunna Íslendingar að taka það til endurskoðunar. Það myndi hins vegar ekki breyta neinu um lánshæfismatið á næstunni."
Svo mælir hin merka stofnun en nei Íslendingar ætla ekki að endurskoða eða gefa eftir fet varðandi fiskimið sín eða auðlindir enda verðum við með nóg af lánum á bakinu eftir undanlátssemi stjórnarparsins. Og Fixing Ratings verður upptekið við að fella lánshæfismat annarra Evrópu ríkja næstu vikur og mánuði okkur er slétt sama hvort að við höfum B eða D við ætlum ekki að taka fleiri lán enda eigum við skítnógan pening samanber Björgúlf.
Skref í átt að ESB væru jákvæð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þeir hljóta að vera fábjánar sem ætla að hækka hjá okkur lánshæfismatið eftir að við erum búin að afsala okkur auðlindirnar.
Sturla Snorrason, 14.11.2008 kl. 19:22
Það eru ekki bara fiskimiðin núna. Olían hefur bæst við. Ég vil alls ekki að við göngum í ESB. Þar höfum við öllu að tapa og ávinningurinn er enginn.
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 15.11.2008 kl. 00:16
Hvernig ætla menn að borga skuldir þjóðarbúsins ef við framseljum yfirráðin yfir auðlindunum okkar til annarra?
Hjörtur J. Guðmundsson, 16.11.2008 kl. 10:59
Ég svo sem gef ekki mikið fyrir þessi lánshæfiscompany en auðlyndunum megum við aldrei glata ergo
Jón Aðalsteinn Jónsson, 16.11.2008 kl. 13:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.