Veruleikafyrt lið

Er ekki nóg komið af sköttum hvernig ætla þeir svo að rukka Hafnfirðinga Garðbæinga Kópavogsbúa og aðra sem að koma í höfuðstaðinn Og annan ætlar borgin að borga slysabætur ef að það sannast að þetta eykur slysatíðnina. Ég veit hvað ég ætla að gera og skora á aðrar að gera slíkt hið sama ég skrái bílinn á ættingja úti á landi og ´fæ hann síðan lánaðan. Og hvað ætli svo eftirlitsbatteríið með öllu saman myndi kosta. Þetta er léleg tilraun til aukinnar skattheimtu SKAMMIST YKKAR.

Her er grein sem að birtist á síðu FIB reyndi að finna hana til að tengja í hana en fin hana ekki því miður þannig að ég tek mér það bessaleyfi að skella henni hér inn vegna þess að mér finnst vegna eigin reynnslu að dekkjamál að vetri séu dauðans alvara.

Efni tekið af www.fib.is

13% á sumardekkjunum yfir veturinn

- eykur slysahættu - heilsárdekkin blekking segir Michelin
Vetrardekk á veturna, sumardekk á sumrin segir Michelin Nordic.



Það er beinlínis háskalegt að aka á sumardekkjunum  að vetrarlagi. Ef dekkin undir bílnum hafa ekki viðunandi veggrip er háski á ferðum. Sumardekkin hafa minna veggrip & iacute; kuldum vegna þess að slitflötur þeirra harðnar, auk þess sem mynstrið  hæfir ekki vetraraðstæðum og vetrarfæri. Þetta segir framleiðslustjóri hjá Michelin Nordic við norræna fjölmiðla.

Michelin Nordic hefur fengið könnunarfyrirtæki til að rannsaka hversu stór hluti bífreiðaeigenda skipta ekki yfir á vetrardekk heldur halda áfram að aka á sumardekkjunum. Í ljós kemur að 19 prósent danskra bíleigenda skiptir ekki yfir á vetrardekk heldur ekur áfram á sumardekkjunum. Könnunin leiðir einnig í ljós að 21 prósent danskra bílstjóra aka allt árið á svokölluðum heilsársdekkjum og standa í þeirri trú að þeir séu öruggir á þeim í vetrarfærinu.

Framleiðslustjórinn, Bernt Wahlberg, segir þetta misskilning og varar við honum og segir að í norðlægum löndum sé ekkert vit í svokölluðum heilsársdekkjum. Mjög mikill munur er á hitafari sumars og vetrar og á vegyfirborðinu sjálfu. „Heilsárdekkin“ séu í raun grófmynstruð sumardekk. Gúmmíblandan í slitfleti þeirra sé svipuð og í sumardekkjum og hún harðni mjög í kuldum og við það dragi mjög úr veggripinu. Heilsársdekkin auki því á áhættu fólks í umferðinni.

Þá séu hin svonefndu heilsársdekk yfirleitt ekki eins slitþolin og hefðbundin sumardekk og slitni hraðar í sumarfær inu og séu því oftar en ekki orðin of slitin þegar vetur gengur í garð og af þeim sökum háskalegri en ella. Þegar heildardæmið er gert upp sé því „heilsársdekkjaakstur“ allt árið einfaldlega dýrari þegar upp er staðið en að skipta yfir á vetrardekk á haustin og á sumardekk á vorin.


mbl.is Vilja innheimta gjald vegna nagladekkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband