9.11.2008 | 00:44
Erum við í striði við Bónus?
Það hefur verið til siðs í gegnum tíðina þegar menn hafa unnið sigra hertekið kastala eða fjöll að reisa fána. Fræg mynd sýnir þetta og var myndin Flags of our father gerð um þann atburð. Þar reistu menn Ameríska fánan að hún. Í dag reistu menn Bónusfánan að hún á Alþingi Íslendinga þýðir það að Bónus er komin í opinbert stríð við Lýðveldið ég mun´því ekki kaupa vörur í Bónus og skora á aðra að gera slíkt hið sama þangað til að því fæst svarað hvort að Bónus sé komið í stríð við mig. Þeir geta til dæmis sýnt að þeir séu það ekki með því að kæra að vörumerki þeirra hafi verið notað til að vanvirða Lýðveldið Ísland geri þeir það ekki lít ég svo á að mótmælin hafi verið í boði Bónus og að fyrirtækið hafi í raun sagt mér stríð á hendur ég er jú 1/330000 af lýðveldinu.
Greint frá mótmælunum erlendis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég stórefa nú að bónus hafi skipulagt þetta. en samt.. það þarf auðvitað nýjan þjóðfána. en ekki gulan með bleikum sparigrís. eða hvað.? væri það sniðugt.hvernig ætti nú nýr þjóðfáni að lýta út?
ég sjálfur myndi vilja alla litina og mynd af jörðinni með yktri mynd af fróni efst. önnur lönd smækkuð og svo til hliðar mynd af fullu tungli. því þangað stefnum við það er óhjákvæmilegt.
við eru 2/330000 af lýðveldinu. sem er í reynd þingræði, flokkaræði og lokað stjórnræði . er hægt að breyta því?
Garðar Þór Bragason, 9.11.2008 kl. 01:03
Jón Aðalsteinn Jónsson, 9.11.2008 kl. 01:27
Ég tók vídeo af þessu en skilði það sem of fjárfesting Bónus manna. Einhver sem var hjá mér sagði hvort Landsbanki fáni kemur næst. Ekki var myndavél svo heppin.
http://video.google.com/videoplay?docid=-4701951453648702851
Andrés.si, 9.11.2008 kl. 01:41
Ætli þetta hafi nú nokkuð verið eigendur Bónuss. Mér finnst nú líklegra að Bónusfáninn á þessum stað eigi að fela í sér ádeilu á vinnubrögð þingins.
Ég skil þennan gjörning allavega sem yfirlýsingu um að alþingi hafi gengið erinda þess öfgakapitalisma sem gerir örfáum mönnum auðvelt að stjórna landinu í krafti auðs og áhrifa, þótt enginn hafi kosið þá til þess.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 09:05
Jú en á sema tíma Eva er hluti þess sama öfgakaptílisma sem þú talar um ásakaður um að vinna á móti umræddri alþýðuhetju að matri sumra Hvernig er hægt að ganga erinda einhvers en á sama tíma veraásakaður um að berjast á móti honum ég skil það ekki
Jón Aðalsteinn Jónsson, 9.11.2008 kl. 11:30
Fólk hefur væntanlega skiptar skoðanir um þetta mál.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 12:25
Alveg örugglega Eva það sem fólk gagnrýnir mest er að fá engar upplýsingar Hvaða upplýsingar er hægt að gefa engar í augnablikinu uppbyggingarstarf hefst ekki fyrr en lánin eru komin í höfn og meðan að IMF klárar það ekki þá ættu menn kannski að hópast fyrir utan sendiráð Breta og Hollendinga. Einnig er skiljanlegt að menn legi ekki spilin á borðið þegar yfirstanda samningaviðræður sem geta raðið sjálfstæði okkar sumum er kannski sama um það en öðrum þykir sjálfstæðið ekki fórnavert. Það væri ekki mikið vit í að spila póker með spilin á borðinu og ég er nokkuð viss um að Churcill hélt ekki Bretum upplýstum varðandi hernaðaráætlanir sínar. Við eigum jú í stríði við Breta í augnablikinu það er efnahagslegu stríði og við verðum að vinna það stríð. Við getum við verið viss um að stjórnmálamenn vinna að þessu nú eins vel og þeir geta því að á því veltur þeirra framtíð í landstjórninni.
Jón Aðalsteinn Jónsson, 9.11.2008 kl. 12:52
Jón skilur ekki hugmyndina með flagginu og kallar þaða að vanvirða lýðveldi sem var aflagt án þess að snillingurinn hann tók eftir því, mennirnir sem tóku Stjórnarskrá 'islands úr sambandi eru Geir og Davíð..meðstu skúrkar 'islandssögunar...
Þú skrifar nákvæmlega eins og þeir sem eru að sleikja eassin á glæpaliði. Ertu gamall skúrkur sjálfur eða pólitíkus? Það er eitthvað verulega mikið að hjá þér.
Báðir eri margoft búnir að brjóta stjórnsýslulög, vera staðnir að því að ljúga að allri þjóðinni, sem er automatiskt nóg til að menn taki pokan sinn í öllum siðmenntuðm löndum. 'island er ekki siðmenntað meðan þetta fólk ræður ríkjum..
Óskar Arnórsson, 10.11.2008 kl. 18:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.