26.10.2008 | 15:48
Stjórnarslit
Er Steingrímur orðin sendiboði ríkisstjórnarinnar eða í hverra umboði er hann að ræða við Norðmenn. Það er ekki góð samningatækni þegar að staðið er í samningum að einhverkir séu í umboðslausum einkaviðræðum á bakvið tjöldin. Kannski Geir ætti bara að láta Steingrím hafa völdin þjóðin hefur greinilega gleymt árunum þegar hann og félagar voru hér við völd. Ég mæli með öldinni okkar og hagtölum þeirra ára fyrir fólk til upprifjunar.
Norðurlöndin sameinist í aðstoð við Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Einhver verður að vinna. Steingrímur er þingmaður og honum er frjálst að ræða við hvern sem honum sýnist. það er bara gott ef menn finna til ábyrgðar.
Víðir Benediktsson, 26.10.2008 kl. 15:53
Það er búið að ganga frá aðkomu norðmanna... það eru bara Víðir og Steingrímur sem vita það ekki
Jón Ingi Cæsarsson, 26.10.2008 kl. 17:07
Auðvitað er búið að ganga frá allkyns lausum endur, sem við vitum ekki um.
Það liggur í augum upp að það er ekki hægt að lýsa frá öllu í smáatriðum, hvorki varðandi viðræður við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn eða Seðlabanka og ríkisstjórnir annarra landa.
Steingrímur er flottur kommi, en þetta er bara "show" hjá honum.
Guðbjörn Guðbjörnsson, 26.10.2008 kl. 17:20
Þetta er bara þimgmaður sem er að gera eitthvað. Vinna! Það er meira enn hægt er að segja um flesta þingmenn íslendinga í dag.
Mér er skítsama í hvaða trúarflokki þessi þingmaður er, svo lengi sem hann kemiur einhverju í verk. Fjölmiðlar búa svo til show úr öllu saman sem fólk túlkar á alla vegu. Set mig ekki inn í mál sem skipta nákmæmlega engu máli...
Óskar Arnórsson, 26.10.2008 kl. 17:47
Ég hef fulla trú á að menn hafi verið að vinna vinnuna sína og ég vona að að lokum verði hægt að leggja allt á borðið held að það verði ein áhugaverðasta söguskoðun síðan landið fékk sjálfstæði og ég vona að ekkert verði skilið undan. Aftur á móti held ég að stjórnendum fyrirtækja í vandræðum þætti ekki gott að meðan þeir væri í samningaviðræðum við stofnanir um lán og kjör væru millistjórnendur á ego trippi inni í sömu stofnunum að fjalla um sama hlutinn. Það þarf líka að athuga í hinni komandi aflausnarbiblíu þátt aðila sem að hafa jafnvel með umfjöllun og aðgerðum sínum valdið lýðveldinu tjóni á erfiðum stundum og gert vonda stöðu verri, þar á ég við fjölmiðla, stjórnmálamenn og alskyns spekinga. Kæmi í ljós að aðilar hefðu vísvitandi valdið tjóni þá á að taka þá inn í að axla ábyrgð pakkann.
Jón Aðalsteinn Jónsson, 26.10.2008 kl. 21:55
Þetta er án efa afbrot í þessu máli. Þáð má ekki gleyma Cola-klíkunni sem furðulega lítið af fólki virðist vita hreinlega af. Enn það eru margir háttsettir menn í þjóðfélaginu sem eru í þessarri grúppu, úr Ríkisstjórn, bönkum, ráðuneytum, lögfræðingar, þingmenn og margir háttsettir embættismenn. (Cola er gælunafn á kókaíni) Flestir af þeim eru þá svokallaðir "tippakókistar" þ.e. fara í sumarbústaðaveislur og eru þar hafðar villtar sexorgiur sem aðaldrifkrafturinn er kókaín.
Það virðist vera allt í lagi ef "venjulegur maður" verður uppvís af kókaínneyslu, enn heldur fólk virkilega að margir af toppunum séu ekki á bólakafi í þessi sjálfir. "Heilagar kýr" þessir stjórnmálamenn og má ekki taka upp svona mál. Hvaða menn hafa efni á þvi að kaupa kókaín, elveg hreint, fyrir 50.000 að meðaltali á dag? Engin sem vinnur venjulega vinnu alla vega. Það er 1, 5 milljónir á mánuði og svo kostnaðurinn kringum veislurnar.
Jón Ingi! Það er ekki búið að ganga frá "aðkomu Norðmanna" eins og þú segir nema munnlega. Mér finnst frábært að það skúli þá vera til einn og ein íslendingur sem hugsar sjálfstætt.
Heilbrigð skynsemi er að verða eins og síðasti Geirfuglin. Hún er alla vega í alvarlfgri útrýmingarhættu.
Óskar Arnórsson, 28.10.2008 kl. 05:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.