13.10.2008 | 18:40
Stöðva útgáfu nýrra atvinnuleyfa
Nú þarf einfaldlega að stöðva útgáfu nýrra atvinnuleyfa. Það er ljóst að á næsti vikum og mánuðum mun mikil fjöldi erlends vinnuafl fara úr landi þannig að það rýmir til fyrir þeim sem missa vinnuna. Það er ekkert að því að leita sér að störfum tímabundið í öðrum geirum en þeim sem að maður hefur menntun til. Það getur meira að segja verið til góðs að kynnast fleiri hliðum á þjóðfélaginu. En það er óþarfi að vera með mikið magn af erlendu vinnuafli hér ef að atvinnuleysi er að aukast.
3.143 skráður á atvinnuleysisskrá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sammála.
En kerfið er greinilega alls ekki sammála sjálfu sér varðandi atvinnuleysið. Þannig hefur Hagstofan staðfastlega haldið því fram í ár að atvinnuleysi væri um og yfir 3% en Vinnumálastofnun hefur hins vegar talið það vera rúmt prósent.
Dæmi:
Atvinnuleysi 3,1% á öðrum fjórðungi
Á öðrum ársfjórðungi 2008 voru að meðaltali 5700 manns án vinnu og í atvinnuleit eða 3,1% vinnuaflsins. Atvinnuleysi mældist 3,2% hjá körlum og 2,9% hjá konum, samkvæmt upplýsingum, sem Hagstofan birti í dag. Samkvæmt viðmiðun Hagstofunnar mældist atvinnuleysi 3,2% á sama tímabili á síðasta ári og 2,3% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs.
Meira
Atvinnuleysi mælist 1,1% í júní
Skráð atvinnuleysi í júní 2008 var 1,1% eða að meðaltali 1.842 manns, sem eru 103 fleiri en í maí sl. eða um 6% aukning. Atvinnuleysi var 1% á sama tíma í fyrra.Atvinnuleysi jókst á höfuðborgarsvæðinu um 18% í júní en minnkaði á landsbyggðinni um 7% .Atvinnuleysi kvenna jókst meira en meðal karla á höfuðborgarsvæðinu en minnkaði meðal kvenna á landsbyggðinni, svo og meðal karla þar.
Meira
Baldur Fjölnisson, 13.10.2008 kl. 19:01
Ef það væri bara svona auðvelt. Flestir þeir sem eru að fara úr landi unnu í byggingaiðnaðinum. Þeir eru að missa vinnuna vegna samdráttar í þeim geira. Það verða engir ráðnir í þeirra störf. Byggingarfyrirtæki eru þegar farin að segja upp gömlum íslenskum starfskröftum sínum.
Svo hélt ég að ekki þyrfti að gefa út atvinnuleyfi fyrir þegna ESB. Ef þeir hafa ráðningarsamning við komuna til landsins er ekki hægt að meina þeim að vinna hér. Það eru bara Rúmenar og Búlgarar sem þurfa atvinnuleyfi núna.
Óli Garðars, 13.10.2008 kl. 20:22
Rétt hjá þér Óli en það er enn sumstaðar borð fyrir báru og því miður fyrir okkar ágæta eirlendaverkafólk mun það flykkjast úr landi þegar að gengið er svona. Það er hér til að þéna pening fyrir sig sem er hið besta mál en sú staðreynd leiðir til þess að það fer þegar blæs á móti. En er ekki núna um áramótin sem að opnast fyrir Rúmena og Búlgara sem geta þá komið hingað og þar sem þeirra staða er síst betra en okkar erum við fýsilegur kostur. En sem stendur er ég þeirrar skoðunar að við þurfum að halda utanum okkar og einnig að þeir sem á því þurfa að halda verði að gera sér að góðu tímabundin að taka að sér störf sem þeir hafa kannski ekki mentað sig til.
Jón Aðalsteinn Jónsson, 13.10.2008 kl. 21:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.