Ekki IMF

"Nokkrir fulltrúir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins munu hafa lýst áhyggjum sínum við Árna vegna hugsanlegrar lántöku íslenska ríkisins hjá Rússum."  Er þetta ekki að skipta sér af innanríkismálum ríkis eða hvað. Er þetta ekki Alþjóðasjóður hvað hefur hann á móti Rússum höldum okkar striki blásum á þá sem sviku okkur á ögurstund og gerum það sem við höfum alltaf gert best allt frá því að við ruddumst upp strendur Bretlands og rændum fyrsta klaustrið fyrir áhundruðum síðan. Það er nefnilega að gera það sem okkur hentar best óháð því hvað aðrir eru að pæla. Ég vil heldur deila norðurhöfum með Rússum og eiga hlut í þeim en að gefa sjálfstæði okkar eftir til Breta og IMF og eiga engan hlut í norðurhöfum, við skulum athuga að enn hafa ekki komið í ljós nein skilyrði frá Rússum en IMF hefur þegar sett skilyrði og það er að við semjum við Breta og hver er samningstaða okkar í augnablikinu ekki svo góð en fer batnandi þeir vita að við þurfum þetta lán og vilja því þvinga okkur til samninga. Öndum með nefinu og Árni flýttu þér hægt. Áfram Ísland


mbl.is Fundað stíft með IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Orð að sönnu!

Og þetta er einmitt það sem Geir Haarde og Ragnar Önundarsonar segja, en það eru þeir tveir menn, sem ég tek mest mark á þessa dagana.

Við þurfum að fá að vita skilyrði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Ef þau eru ekki ásættanlega, förum við leiðina sem Davíð útskýrði fyrir nokkrum dögum síðan.

Síðan gerum við líkt og Ragnar sagði, tökum trilluna og förum út fyrir Gróttu og fiskum í soðið. Til viðbótar má setja kartöflur niður og rófur, borða lambakjöt, kæfu, slátur, súrmeti o.fl.

ALLT BETRA EN AÐ SKRIFA UPP Á SKULDABRÉF UPP Á 8.00O MILLJARÐA - SEM VIÐ ALDREI GETUM GREITT TIL BAKA!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 12.10.2008 kl. 22:17

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er undarlegur helgidómur sem við Íslendingar eigum og heitir Hafró. Undir vísindalegri stjórnun þessa grátbroslega leikhúss höfum við til ráðstöfunar þriðjung þess þorskafla sem við veiddum fyrir aldarfjórðungi. Þeir fáu sem láta í sér heyra og krefjast þess að leita í þennan sjóð sem þjóðin á eru ekki virtir viðlits. En það er leitað með logandi ljósi eftir einhverjum óljósum tækifærum til að afla gjaldeyris fyrir gjaldþrota þjóðarbú og tækifærum til að bregðast við sögulegum fjölda atvinnulausra.

Þessi vísindatofnun okkar lofaði 500 þúsund tonna innspýtingu í veiðistofninn fyrir nokkrum árum! "Við höfum misreiknað þetta" sagði forstjórinn hlægjandi og glaðbeittur árið eftir.

Norðmenn og Rússar björguðu þorskaflanum í Barentshafinu með því að segja sínum vísindamönnum að fara til fjandans og veiða eftir fimm ár nær þvi fimmfalt það aflamagn sem þeim náðarsamlega hafði verið leyft að draga á land.

Er virkilega enginn einasti maður eftir með fullu viti í stjórnsýslu þessarar þjóðar?

Árni Gunnarsson, 12.10.2008 kl. 23:20

3 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Þakka innlitinn Ragnar sagði margt rétt vil sjá hann við ráðleggingar annars virðist vera að við séum að fara leið sem að hann lagði til í einhverri grein vona að það sé rétt og hann hafi hönd i bagga. Já róum til fiskjar étum slátur og kjamma ekki að það sé slæmt aukum fiskveiðar og hefjum hvalveiðar aftur. Halda menn til dæmis að her verði einhvertíma hvalveiðar aftur ef við leggjum höfuðið a gapastokk vina okkar í EB

Jón Aðalsteinn Jónsson, 12.10.2008 kl. 23:28

4 identicon

Tek undir með Árna, það verða reglugerðirnar sem binda okkur á þrælatóftuna, glóbal warming grýla, útblásturskvótagrýla (sem á endanum beinist gegn almenningi, ekki hugumstórum auðhringjum), codex ALIMENTARIUS, osfrv.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 09:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband