11.10.2008 | 10:39
Nú hótar IMF Íslendingum
Fyrst setja Bretar hryðjuverkalög á okkur síðan nota þeir alþjóðagjaldeyrissjóðin sem lepp til að þvinga okkur til að skrifa undir nauðungar samninga við EB og enn viljum við ganga í það auma samband samanber Halldór Ásgrímsson í Fréttablaðinu. Geir stattu nú vaktina og láttu ekki vaða ofan í okkur á skítugum skónum.
Ég spyr enn og aftur hvaða hvatir lágu að baki svokallaðra vinaþjóða að neita okkur um hjálp kannski að það væri ekki hægt að hjálpa okkur en kannski eitthvað mikið meira eins og ásælni í óbeislaða orku og stór fiskimið. Semjum við Rússa við erum með fríverslunarsamning við Kína við höfum sýnt áður að við þurfum ekki á Evrópu að halda en Evrópa þarf á okkur að halda hverjir sigldu með fisk til Bretlands á stríðsárunum til að fæða hungraða Breta Íslendingar og hlutfallslega urðu Íslendingar fyrir meira manntjóni við það en mörg ríki sem að tóku þátt í styrjöldinni.
Lausn á deilum forsenda IMF-aðstoðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Norðmenn bauð okkur hjálp, en sagt var að ekki var þörf á í bili.
http://heidistrand.blog.is/blog/heidi_p_island/entry/666098/
Heidi Strand, 11.10.2008 kl. 10:48
Sú hjálp verður þegin er ég viss um enda á þessi skoðun mín ekki við Norðmenn heldur þjóðir inn í EB og auðvitað USA
Jón Aðalsteinn Jónsson, 11.10.2008 kl. 10:57
Geir stattu vaktina? nú ertu að djóka, er það ekki? Djöfsi, gættu sálar minnar er svipuð bæn.
Gullvagninn (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 11:13
Blessaður Gullvagn ef að það er haldbesta bænin i augnablikinu verður svo að vera
Jón Aðalsteinn Jónsson, 11.10.2008 kl. 11:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.