16.8.2008 | 21:31
Tvískinnungur
Ég hef enga skoðun á rasskellingum sem slíkum enda ekki verið rasskeltur eða notað þá aðferð í uppeldi. En ég fullan skilning á að það getur verið þörf á að grípa til aga aðgerða í uppeldi. Er betra að rífa í öxlina á barni slá á höndina, öskra, blóta eð hræða hvað eru mörg börn myrkfælin fram eftir aldri vegna þess að þau hafa verið hrædd með einhverju. Hvað er verið að gera með uppeldi, verið að kenna nýjum einstaklingum hegðun og að fara sér ekki að voða. Hvort er betra að hirta barn til að venja það af athöfn sem getur orðið því að fjörtjóni eða gera það ekki.
Dæmi barn á að biða meðan foreldri yfirleitt einsamalt gerir það augnabliks verk sem er að taka upp innkaupapoka við hlið á bil við gangstéttarbrún það getur verið um líf eða dauða að tefla og það á aðeins sekúndu broti að barnið virði þessa skipun. Sumir segja bara halda á barninu en allir sem að hafa verið með börn þekja þessi augnablik og það stendur ekki á gagnrýninni ef að það verður slys. Ef að rassskellur getur forðað svona slysi þá er ég því meðmæltur.
Það gerist æ algengara að unglingar verði öðrum unglingum að bana eða valdi þeim miska með tilefnislausum árásum stundum vopnuðum ef líkamleg refsing í uppeldi getur komið í veg fyrir þetta er ég því fylgjandi. Ég held að það fari aðallega í taugarnar á fólki að börn séu rassskellt hvað ætli margir foreldrar slái á hönd eða fingur barna sinna til að venja þau á gera ekki bannaða hluti barnið nær þá samhenginu á milli þess að það á að hlýða skipuninni ekki má eða þetta má ekki. En hvað mikið viðkvæmari ætli hendi eða fingur lítils einstakling sé heldur en botninn, miklu viðkvæmari held ég svo að teknu tilliti til þess myndi ég greiða flengingu aftur atkvæði. Málið er að mínu mati að fólk setur flengingu í samband við kynferðislega misbeitingu eða ofbeldi sem er tvennt ólíkt og á ekki að blanda saman við umræðu um uppeldi.
Skilgreinum við það refsivert að slá á afturendann á barni til að aga það þá verðum við líka að skilgreina það jafn refsivert að slá á höndina á því taka í öxlina á því hóta því og öskra á það þar með höfum við gert 100% foreldra að glæpamönnum á lífsleiðinni við aðgerð sem oftar en ekki er framkvæmd til að vernda barnið og kenna því mun á réttu og röngu er það það sem við viljum.
Hvers konar þjóðfélag yrði það. Ég er viss um að verslanir yrðu hrifnar engin myndi þora að segja eða gera neitt.
Já Nonni minn þú mátt fá alla nammi hilluna og viltu vasadiskóið líka já alveg sjálfsagt vinurinn AFIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII ég vil rafmagnbílinn líka (stór skeifa og tvö krókódíla tár) já já NONNI minn auðvitað færðu hann. Viljum við þetta? er þetta það sem börnin okkar þurfa.
Svo finnst mér athyglisvert að fólk sem hefur gagnrýnt agaleysi og lélegt uppeldi foreldra rjúki upp til handa og fóta i gagnrýni á þau og þau úrræði sem að þau hafa úrræðin eru nefnilega ekki mörg þau eru ekkert annað en ást og alúð reglur og takmarkanir og þegar reglum og takmörkunum er ekki hlýtt verður það að hafa afleiðingar alltaf annars eru þær gagnslausar á sama hátt og góð hegðun er verðlaunuð.
Ég er mjög sammála því sem Hildigunnur segir um að foreldrar verði að hafa svigrúm.
Það má ekki blanda saman kynferðislegri misnotkun og ofbeldi við uppeldi og umræður um það einfaldlega vegna þess að það er um tvo óskilda hluti að ræða annan kolólöglegan sem ætti ekki að eiga sér stað og hinn þar sem einstaklingar eru að reyna að búa afkomendur sína undir að halda út í lífið sem góða og gilda þegna með þekkingu á réttu og röngu í heimi þar sem að unglingar skjóta hvort annað í skólastofum og stinga hvort annað með hnífum á götum borga.
Svo að lokum það er orðið regla frekar en undantekning að bloggheimar hafi tekið að sér að vera dómsvald hér á landi ég hef trú á réttarkerfinu og því að það dæmi á sem réttlátasta máta eftir þeim upplýsingum og gögnum sem að það hefur hverju sinni. Gögnum sem að bloggheimar hafa ekki aðgang að. Við skulum hafa í huga að ef að ef hér ríkti bloggheima réttarkerfi hefði ungur maður verið tekin af lífi eða dæmdur í ævilangt fangelsi þegar smáhundur hljóp til fjalla fyrir ekki svo löngu síðan. Bloggheimar töldu sig jú vita alla málavexti og hafa öll gögn í því máli.
Er í lagi að refsa börnum líkamlega? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Snerist þessi flenging um heilbrigðan aga á ódælum drengjum? Eða snerist hún um kynferðisbrenglaða afstöðu til flenginga? Endilega lestu dóminn og svaraðu mér svo!
Soffía Sigurðardóttir, 16.8.2008 kl. 21:48
Verulega athyglisverð grein hjá þér Jón og margt gott.
kv.
Einar Ben, 16.8.2008 kl. 22:02
Þakka linkan Soffía las hann og finnst að hér hafi verið um tvö mál að ræða. Sennilega veldur það vonbrigðum en ég er enn sammála Hildigunni og hef enn trú á dómskerfinu að það reyni að kveða upp réttláta dóma í flestum tilfellum. Það er síðan til annað dómstig sem er Hæstiréttur ef fólk er ekki ánægt.
Inntakið með þessu bloggi er ekki þetta ákveðna mál enda er ég ekki fylgismaður þess að fjalla um málefni annars fólks sem að ég veit ekkert um.
Inntakið er sá tvískinnungur sem kemur fram gagnvart foreldrum þau hugsa ekki um börnin sín og aga þau ekki en ef þau aga þau þá aga þau þau of mikið og ekki rétt. Ég hef ekki séð enn á mínum 50 árum að aga sé haldið uppi öðruvísi en með reglum og viðurlögum. Maður sem ekki mætir í vinnu er rekin maður sem keyrir drukkinn missir prófið og barn sem að klifrar stöðugt upp á borð hættir á það að lokum að það sé tekið í öxlina á því eða jafnvel slegið á rassinn á því. Er það ofbeldi og á að lögsækja foreldra fyrir það að reyna að bjarga því frá því að detta. Þau yrðu síðan líka lögsótt ef það dytti hvað eiga foreldrarnir að gera.
Er eftirfarandi kannski betra. Ekki klifra upp á borðið þú meiðir þig ef þú klifrar upp á borðið sko ég sagði þér að þú myndir detta og höfuðkúpubrotna ef þú gerðir þetta.
Það má jú taka öll húsgögn aftengja rafmagn klæða gólf með dýnum og skapa 100% barnvænt heimili en það bara gengur ekki upp í raunverulegu lífi.
Það kemur fram í fréttinni að í Svíþjóð séu líkamlegar refsingar bannaðar en eru þá andlegar refsingar leifðar ég set stórt spurningamerki við það. Ég held að það sé minni skaði af því að slá á hendi já og rass eða taka í öxl til að leggja áherslu á mál sitt heldur en að beita andlegum eða sálarlegum aga því að sálarör gróa seint.
Þakka þér Einar ég er þeirrar skoðunar að uppeldi barna okkar sé mikilvægasta verkefni sem okkur er falið og mikilsvert að það takist vel en til þess þurfa foreldrar svigrúm og ekki hægt að binda það í lög því verkefnið er eins misjafnt og börnin eru mörg.
Jón Aðalsteinn Jónsson, 16.8.2008 kl. 23:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.