15.8.2008 | 22:58
Listaháskólan út á land
Aðgerð umhverfisráðherra hefur valdið áhyggjum á norðurlandi að seinkun verði á framkvæmdum við álver á Bakka en er nú ekki stórtækifæri fyrir stjórnmálamenn og elítuna að leysa fjölmörg vandamál í einum pakka. Listaháskólin er flott bygging finnst mér en algjör skelfing þar sem að hann á að vera. Af hverju ekki að vera samkvæmur sjálfum sér og reisa hann á Norðurlandi þar með myndi menningin færast til fólksins úti á landi sem að sumum virðist finnast ekki vera vanþörf á og það myndi kannski hætta að hugsa eingöngu um álver. Listamenn kæmust í náið samband við náttúruna og fjöldi starfa myndi skapast svo kæmu ferðamenn í hópum til að skoða listina.
Það er alltaf verið að tala um að flytja störf út á landsbyggðina kæru stjórnmálamenn og vitringar látið nú verkin tala lyftið grettistaki fyrir Norðlendinga og reisið Listaháskóla í umhverfi þar sem að hann á heima í óspilltri Íslenskri náttúru óg skapið störf á landsbyggðinni í leiðinni. Og síðan en ekki síst standið við stóru orðin um uppbyggingu á landsbyggðinni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Góð hugmynd
Hólmdís Hjartardóttir, 15.8.2008 kl. 23:09
Gleymdi því að svo gæti þetta hjálpað blönkum listamönnum sem að gætu þá fengið vinnu við að byggja álverið Ég er ansi hallur undir þessa hugmynd
Jón Aðalsteinn Jónsson, 15.8.2008 kl. 23:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.