Veður

Mér telst þetta vera um 27 metrar á sekundu svona eins og sést oft undir Hafnarfjalli. Mér fínnst þetta eiginlega ekki vera þess virði að vera alþjóðleg frétt en er samt á mörgum miðlum. Það fær mig til að hugsa hvað veldur því að fréttir rata á hina alþjóðlegu miðla hverjir ráða því og svo framvegis. Nefið á mér segir að þessari frétt hafi ætlað að vera grunnur undir þrysting á hækkun olíuverðs lái mér hver sem vill
mbl.is Hitabeltisstormurinn Edouard kemur á land í Texas
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Jón,

Við vorum að vonast til að fá svolitla rigningu frá Eduard hér í San Antonio, en það virðist ekki ætla að verða mikið af því ef mark er takandi á radarmyndum.  Það eru smáeftirhreytur af þessum stormi á sveimi á milli San Antonio og Dallas núna um kl. 1.  Þessi "mikla úrkoma" er nú ekkert sem teljandi er á þessum slóðum.  Fyrir skemmstu dembdi Dolly um 300mm suður við landamærin við Mexico og við hér í San Antonio fengum um 50mm ef ég man rétt.  Það svona rétt dugði til að bleyta í garðinum í 2-3 daga;)

Kveðja frá Texas

Arnór Baldvinsson, San Antonio, Texas

Arnór Baldvinsson (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 06:04

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Það verður að senda ykkur einn skammt af góðri Borgfiskri dembu. En hér í dag var þó mjög skritið í borginni við sundin það ringdi mikið og það skritnasta var að það var lóðrétt það var logn og helli rigning skeður ekki oft. Hafið það gott í sólinni

Jón Aðalsteinn Jónsson, 6.8.2008 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband