Fór á milli fóta fyrir pening (játningar af útihátíð)

Þar sem að allt er á hvolfi yfir Baggalútstextum og útihátíðum þessa dagana minnist ég að fyrir mörgum árum fórum ég og fleiri á milli fóta ölvaðra á útihátíð einni vegna fégræðgi.
Viðkvæmir ættu kannski ekki að lesa lengra nema á eigin ábyrgð. Við læddumst um í myrkrinu þar sem tækifæri voruW00t og uppskárum vel.  Nú hugsa sennilega sumir sitt en málið að á dögum hippa og blóma voru haldnar stórhátíðir á Húsafelli og það þótti mikið ævintýri að komast þangað og með sæmilegum dugnaði í heyskapnum og drjúgum slatta af tárum fengum við alltaf að fara þó varla værum nema 10 til 12 vetra gamlir.  Ekki  var um vasapening að ræða heldur var gengið útbúið með nesti oftast flatkökur og sviðakjamma. (hugsið ykkur hvað það var lummo)
Lykt af pulsum og öðru góðgæti barst um svæðið og erti magann og fljótlega rann það upp fyrir pottormunum að það var hægt að safna flöskum og skipta fyrir pening til kaupa á góðgætinu. Upphófst því mikil atvinnustarfsemi í formi flöskutínslu.  Í þá daga voru almennilegar glerflöskur engar dósir. Fljótlega voru flöskubreiður á víðavangi uppurnar og leita varð að nýjum leiðum til verðmætasköpunar veittum við því athygli að venjulegur geymslustaður flaskna hjá fólkinu sem stóð og fylgdist með við sviðin var á milli hnjánna sennilega svo hendur væru frjálsar til annarra athafna. Því var vomað í kringum þá sem voru að verða búnir með innihaldið og á réttu augnabliki þegar Dátar sungu Gvend á Eyrinni eða Ingimar tók í Sól og sumaryl var flöskunni hnuplað og pottormurinn hvarf í fjöldann enda ekki erfitt þar sem að hæðin var ekki mikil. Þessi aðferð reyndist svo vel að jafnvel var hægt að leggja til hliðar fyrir karamellum og lindubuffi og fæstir tóku eftir því þegar flaskan hvarf. Reynslan kenndi þó mjög fljótlega að velja ekki fórnarlömb sem að voru með flöskur með miklu innihaldi einhvernvegin voru þær eigendum mun kærari.
Ég skildi af hverju þegar ég komst seinna á unglinsár.

Þetta hefur nú ekki verið mjög þungt á sálinni á mér en þó gaman að rifja það upp að á meðan hinir stórmerku Dátar spiluðu snérist áhugasviðið um flöskutínslu.
Einu sinni leiddi þetta til þess að eyrað á undirrituðum lengdist all nokkuð meðan óhugnanlega stór unglingur las yfir honum tæmdi síðan flöskuna ropaði og sagði hérna hirtu hana þá.

Um þær útihátíðir sem að heimsóttar voru á unglingsárum verður ekkert fært á blað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband