14.7.2008 | 14:39
Að vera eða vera ekki
Leysir evra, nokkuð hvernig er ástandið á Írlandi núna þeir eiga í kreppu og hafa evru. Er þetta evru tal einfaldlega ekki hannað til að drepa málum á dreif vegna þess að það er ekki vilji til að taka á vandamálunum hér heima. Ég viðurkenni vel að ég hef ekki mikla þekkingu á hinum flóknu efnahagskerfum en frá mínum bæjardyrum séð snýst þetta einfaldlega um að eytt var um efni fram og nú þarf að borga. Það þyrfti líka þó að gjaldmiðilinn héti evra. Ég tel að séum blekkt til að halda að utanaðkomandi áhrif hafi hér meira að segja en raun er. Vandinn er að mínu mati heimatilbúin. Við hofum áður unnið okkur út úr erfiðleikum og munum einnig gera það núna. Það á hinsvegar að láta þá sem ollu skellinum borga brúsann en ekki alltaf sækja peningana í vasa almennings. Fjármálaeftirlitið ætti að rannsaka hina ársfjórðungslegu gengisfellingu sem vogunarsjóðum er kennt um en verður til á Íslenskum millibankamarkaði og útrásarherferðir sem að ekki var innistæða fyrir mega missa sín. Sannleikurinn eins og ég sé hann er að í nokkurn tíma hafa misklárir en hugrakkir einstaklingar komist upp með að kaupa gamalgróin fyrirtæki skipta þeim upp og henda síðan tómum feldinum á markað til að veiða sparifé landsmanna og bankar verið með fé á gjafprís. Núna þegar ekki er meira fé að veiða skjálfa tómir feldirnir í vindinum og mynda útburðarvæl sem að hræðir þjóðina enda hofum við alltaf myrkfælin verið. Ég man það að fólk taldi að ef Sambandið hrykki uppaf myndi Ísland leggjast í eiði ekki skeði það. Þannig að eins og það var líf eftir Sambandið er líka líf eftir þessa kreppu styrkjum innviði okkar munum hvert útrásargræðgin leiddi okkur ræktum garðinn okkar styrkjum innviðina og styðjum krónuna
Ríkisstjórnin ræði evrumál við ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þessi spilaborg hefur fyrst og fremst byggst á að taka lán stutt og endurlána langt, það er sækja skammtímafjármagn til lágvaxtasvæða og endurlána það í húsnæði, verðbréf og þjónustustarfsemi. Þannig hefur skuldapappíraframleiðsla orðið mikilvægasta starfsemi hér eins og annars staðar á vesturlöndum. Þetta brjálæðislega kerfi "tryggir" síðan sálft sig gegn hruni með ævintýralegum fjármálainstrúmentum og afleiðusamningum og frábærum lánshæfieinkunnum sem breyta í raun mykju í gull ! En samt er það bara mykja og verður aldrei neitt annað.
Vandi okkar er sérstakur og alvarlegur að því leyti að við erum með fjármálakerfi sem er eitthvað 30 sinnum stærra en ríkissjóðurinn og með afar takmarkað eigið fé. Aðeins 5% útlánatöp þessa kerfis myndu þýða að það hreinlega gufaði upp.
Markaðurinn veit þetta allt vel þrátt fyrir að ruslpóstur (sem nánasta enginn kallar lengur fjölmiðla og pólitíkusar forðist að ræða stöðuna. Við höfum misst efnahagslegt sjálfstæði okkar og verðum án efa hirt upp í skuldir það er innlimuð í stærri einingu, Evrópusambandið fyrr eða síðar.Baldur Fjölnisson, 14.7.2008 kl. 15:22
Ríkissjóður og seðlabanki eru sem sagt í raun gjaldþrota, sbr. ofanritað.
Eina leiðin í stöðunni er að auka eigið fé bankanna og forða með því hruni þeirra. Við þurfum að fá raunverulega eigendur landsins - krónubréfaeigendurna - til að breyta inneignum sínum í hlutafé í bönkunum. En áður þarf að afskrifa megnið af verðlausu eða verðlitlu hlutafé þeirra. Hluturinn í Glitni kostar núna eitthvað 12 evrusent, er sem sagt einskis virði. Hluturinn í Landsbankanum er líka á skeinipappírsstiginu. Þarna þarf að afskrifa 99% af hlutunum með eins konar neikvæðri hlutabréfajöfnun (reverse split) þannig að einn nýhlutur komi í stað 100 gamalla. Kaupþing þarf á sama hátt að afskrifa 50-75% af sínum hlutum.
Þegar hlutur kostar rétt rúmlega núll þýðir ekki að þynna hlutaféð til að efla eigið fé. Það leiðir bara til þess að útþynntir hlutir færast enn nær núllinu. Þess vegna er nauðsynlegt að afskrifa mestallt hlutafé íslenska fjármálakerfisins. Góðar stundir.Baldur Fjölnisson, 14.7.2008 kl. 15:46
Ekki bjargaðirðu nú deginum Baldur :) með inlegginu en ég vildi þá heldur verða limur í Kanada mér hugnast það betur þeir eru enn i jarðsambandi við móður jörð að mínu mati og lífið svona yfirleitt En getum þó huggað okkur við það að kannski vaxi eitthvað upp úr helv mykjunni
Jón Aðalsteinn Jónsson, 14.7.2008 kl. 17:28
Þetta er sem sagt allt tryggt í bak og fyrir með tölvulíkönum sem geta ekki klikkað og einhverjar atvinnuleysisgeymslur í kringum Arnarhól færa uppgjör bankanna samviskusamlega inn í excel og finna út að það standist "álagspróf". Hahahaha. Samt er fjórðungur eigin fjár bankanna "goodwill" og guð má vita hversu mikið af eignum þeirra á eftir að verða fyrir barðinu á okkar eigin heimatilbúnu undirmálslánakreppu.
Pétur Blöndal segir að bestu stjórnmálamennirnir geri sem allra minnst og Geir Haarde segir að það sé ákveðin efnahagsaðgerð að gera ekki neitt og sennilega þess vegna öðru fremur þurfa þessir kálhausar á sérstökum aðstoðarmönnum að halda. Sem segir mér að það sé löngu kominn tími til að fækka alþingismönnum í 21 og ráðherrum í 5 og fá fólk í þessi störf sem er með óskerta greind og starfsgetu og þarf ekki á sérstökum aðstoðarmönnum að halda.
Baldur Fjölnisson, 14.7.2008 kl. 18:56
Hjartanlega sammála nema að mér finnst 21 ofrausn segjum 15 og skiptum landinu i 15 einmennings kjördæmi og ráðum svo bara einn forstjóra
Jón Aðalsteinn Jónsson, 14.7.2008 kl. 21:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.