Í auðmýkt og fullur af þakklæti.

Þakka ég ríkisstjórninni innilega fyrir að hafa með aðgerðarleysi sínu leyst mig undan því að hafa áhyggjur af því hvað ég ætti að gera við kaupið mitt ég þakka bönkunum fyrir að hafa farið hamförum i peningsaustri svo að ég geti sæll og ánægður horft á gengið falla og ég þakka Íslenskum fjarglæfra mönnum fyrir að skapa þann möguleika að ég gæti jafnvel misst vinnuna í ekki svo fjarlægri framtíð. Af hverju þetta þetta þakklæti í dag jú inn á heimabankann voru að berast greiðsluseðlar fyrir íbúðalánin mín og afborgarnir hafa einungis hækkað um um það bil 10 000 á mánuði og telst ég þó ekki skuldugur maður en kemst nú sennilega fljótt í hóp þeirra með sama áframhaldi. Um leið og ég blessa ríkistjórnina og þakka henni ráðlegg ég henni þó að taka fram sögubækurnar og athuga hver urðu örlög þjóðhöfðingja sem að gleymdu þjóðum sínum og hugðu ekki að velferð þeirra. Kannski hefur rísstjórnin þó lesið sögubækurnar enda virðist liggja á að koma upp Íslensku Stasi apparati og öryggissveitum kannski eru landsfeður og mæður vorir framsýnni en við ætlum þeim.  Að lokum bið ég svo Guð að hjálpa þeim sem ekki eru þó eins heppnir og ég og sjá nú ævistarfið fuðra upp og einnig þeim sem að þurfa að hefja ævina með álíka þunga klafa og Indverskar undirstéttir á bakinu. Kannski að fólk hér verði farið að senda börnin sín í vinnu til bankana til að hjálpa við að greiða niður skuldirnar innan ekki svo langs tíma það yrði vottur um framandi menningu sem myndi festa rætur hér og ætti að gleðja elítuna. Já og svo má ekki gleyma að þakka ölum hagfræðingunum sem að spáðu og ráðlögðu fólki og gera ennþá en núna bara með orðunum fólk getur sjálfum sér um kennt.

Óska öllum górðar helgar og öruggrar heimkomu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Býð fram bróðerni mitt í þakklátri auðmýktinni.

Árni Gunnarsson, 5.7.2008 kl. 17:14

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Takk fyrir enda veitir ekki af núna.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 5.7.2008 kl. 18:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband