23.6.2008 | 19:41
Hversvegna
Ríkistjórnin grípur til aðgerða til að hækka gengið en það fellur samt
Ríkisstjórnin breytir Íbúðalánasjóð til að laga gengið sumir bankar fara í fýlu og viti menn gengið fellur aftur og nú enn meir.
Gæti verið að þetta séu viðskiptabankarnir að þvinga ríkistjórnina til að gera eins og þeir vilja eða eru þetta þeir að laga bókhaldið. Ég veit ekkert um þetta enda vinn ég ekki hjá greiningardeild neins en eitt gætum við þó gert til að einfalda málið það er að lata hendingu ráða og velja nú mörg saman einn aðila til að hætta viðskiptum við og taka út peninginn þaðan. Auðvitað myndi hrikta í öllu en er það bara ekki allt í lagi held að flestum sem að nú róa lífróður væri bara slétt sama þó að eins og ein fjármálastofnun fylgdi þeim niður.
Maður kaupir hús og reiknar allt rétt miðað við þær forsendur sem að gefnar eru. Nú breytast forsendur og maður missir hús og verður gjaldþrota hann átti náttúrulega að vita betur segja fræðingarnir.
En er þá ekki sanngjarnt ef banki verður gjaldþrota að stjórnendur og aðrir ábyrgir aðilar fylgi með í pottinn.
Og að lokum ef að það eru einhverjir sem að vinna á móti ríkisstjórn Íslands og þjóðinni eru þeir þá ekki landráða menn?
Gengi er ekki lífvera og breytist ekki nema að mannleg öfl komi þar að en hver tilgangur aflana er skil ég ekki alveg nema það að ég er allviss um að græðgi og gróðafíkn spila þar inní en þær lágu frumhvatir mannsinns virðast í hávegum hafðar á þessari öld.
Gengi krónunnar í sögulegu lágmarki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Góður pistill hjá þér og þá sérstaklega þegar þú tala um að taka á sig skuldbindingar og reikna allt út, en síðan rankar maður við sér og áttar sig á því að forsendurnar hafa breyst svo mikið að maður efast um að ráða neitt við neitt!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 23.6.2008 kl. 21:07
Mjög góður pistill, þá sérstaklega með útreikninginn. Ástæðan fyrir að fólk tekur lán á þessum kjörum og útreikningum sem að þú nefndir að þú treystir þessum vitleysingum eins og ég vil kalla þá. Þetta er svipað og að taka flug til New york og enda í Moskvu. Svar flugfélagsins yrði að forsendur hefðu breyst og þú hefðir átt að vita betur. Þetta eru svipaðir viðskiptahættir að mínu mati. Ég hef svosem ekkert meira vit á þessu en þú. Ég hef haldið því fram að ég sé svo vitlaus í peningamálum. Þess vegna vinn ég ekki í peningageiranum. En ef þetta er afraksturinn að vinnu þessa fólks, Þá get ég ekki séð að fólk geti verið stolt af sér. En um að gera að borga bankstjórum og öðrum framamönnum í viðskiptalífinu 64 miljónir og meira á mánuði, Þeir hljóta að geta klúðrað einhverju í viðbót. Forsendurnar eru bara breytar og þú áttir að vita betur.
kv
Gunnar B (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 21:48
Orð í tíma töluð. Nú er svo komið að ef ég get verð ég að selja íbúðina, því ég sé ekki fram á að geta staðið við að greiða af henni, greiðslubyrðin er orðin hærri en ef ég væri á leigumarkaðnum, mér skilst nú að leigumarkaðurinn sé ekkert glæsilegur þessa dagana heldur en hvað á að gera?
Jóhann Elíasson, 24.6.2008 kl. 05:51
Það er ótrúlegur fjöldi fólks sem að gerði allt rétt en kemur samt til með að lenda í stórvandræðum innan ekki mjög langs tíma og það sem mér sárnar mest er hvernig talað er niður til þessa fólks sem að gerði jú ekkert annað en að treysta spám og greiningum. Fólk getur sjálfum sér um kennt er orðinhelsti frasinn hjá fræðingunum.
Þetta er orðið svona hjá mörgum Jói og einhvernvegin hef ég á tilfinningunni að innan langstíma verði risin hér leigumrakaður rekin af undirfélögum banka og fjárfestingastofnanna með íbúðir sem teknar hafa verið á uppboðum Kannksi að leiguverð verði skaplegra þá varla þó. Guðbjörn þetta er alveg rétt hjá þér og stóraspurningin að minu mati er afhverju sér maður ekki endurnýjun á mannskap í spá og greiningardeildum sem að ekki sáu þetta fyrir Held að Jói sé samála mér um að skipstjórnarmaður sem að ekki sæi Latrabjarg í radarnum yrði látin taka pokan sinn. Góð samlíking með flugið hjá þér Gunnar og það er svo skrítið að það skuli ekkert vera minnst á þessa stjórnendur núna menn sem að bæði forseti og stjórnmálamenn útmáluðu sem mestu vitringa sem uppi hefðu verið síðan vitringarnir þrí eltu Betlehemstjörnuna nú ríkir bara þögnin og ef eitthvað er gert þá er það ekki til að hjálpa fólkinu eða hvað hjálpar það fólki að hækka húsnæðislán núna meðan þetta ástand ríkir. Mér svíður að allt sem að fólk hefur borgað síðusti árin skuli geta hvorfið á innan við 6 mánuðum það er gjörsamlega óásættanlegt og fólk situr uppi með afleiðingarna næstu 30 árin eða svo því aldrei gengur þetta til baka.
Jón Aðalsteinn Jónsson, 24.6.2008 kl. 22:12
Það liggur við að maður óski sér að lífið fari að taka enda hjá sér.
Er það eðlilegt, ástand, ef svo er?
Ég tek það fram að ég er ekki þunglyndissjúklingur, en fer að verða það bráðum.
Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 00:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.