Engin barlómur hér

"Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, segir að líklegt sé að íslenska hagkerfið standi í stað á næsta ári en ekki sé líklegt að alvarlegur samdráttur verði. Síðan muni hagkerfið taka við sér á ný árið 2010".  Árni er vel forspár maður að sjá allaleið til 2010 en ekki sá hann gengisfallið fyrir núna í vor. 

Ég spái því aftur á móti að það verði rigning hluta árs 2010 og síðan stytti upp.

Annað finnst mér athyglisvert sem Árni segir en það er
"Þá segir hann að staða peningamála hafi batnað á Íslandi á síðustu vikum, einkum þó hjá bönkunum, sem hafi sýnt styrk sinn í þeim ólgusjó sem verið hafi. Það hafi þeir getað vegna þess að þeir séu vel fjármagnaðir og ráði yfir nægu lausafé" 
Semsagt bankarnir eiga skít nóg lausafé samt er kreppa vegna skorts á lausafé Olíufélögin hækka bensín vegna hækkunar dollars og líka vegna lækkunar dollars.
Er von að manni finnist að maður sé kannski staddur í hvergilandi ég bara spyr

Og er það að vera vel fjarmagnaður að sölsa undir sig gjaldeyrir langt yfir lögleg mörk eftir þvi sem að manni skilst og stuðla svo að því að hrista vasa annara með gengisfellingu til að búa til ýmindaðan verðmætahaug sem ekki er pappírsins virði

 


mbl.is Dregur úr hagvexti en samdráttur ólíklegur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband