Laga æði

Það þarf orðið lög um allt jafnvel sjálfsagða hluti. Mannkynið virðist alveg vera að segja skilið við alla skynsemi nú á dögum. Og hvað skildi svo blessuð nefndin kosta gæti verið að allar þessar nefndir séu settar á laggirnar til að skaffa vinnu. Það verðu fjör ef þegar komnar verða í gildi vinnureglur við að fanga burtstrokna heimilisketti. Og börnin okkar lenda á sakaskrá fyrir að tosa kisu um á rófunni. Flest eðlilegt fólk þarf ekki lög til að virða það sem er í kringum okkur á þessari jörð og þeir sem ekki virða það fara ekki eftir lögunum hvort sem er. Því verður  sett á stofn dýraverndunarlögregla og til hennar veitt slatta af fé og yfir hana settur aflóga pólitíkus sem þarf að losna við.  Svona dæmigerð Íslensk athafnasemi af vinstri gerðinni.
mbl.is Reglur um aðbúnað gæludýra í lög?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"The more corrupt the state, the more numerous the laws." - Cornelius Tacitus - 55-117

Hmmm...

Karl (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 01:27

2 identicon

Sæll Jón,

Þú segir í færslu þinni "Flest eðlilegt fólk þarf ekki lög til að virða það sem er í kringum okkur á þessari jörð."

Flest eðlilegt fólk þarf ekki lög til að nauðga ekki. Samt eru sumir sem gera það. Þess vegna höfum við lög til að refsa nauðgurum.

Flest eðlilegt fólk þarf ekki lög til að drepa ekki. Samt eru sumir sem gera það. Þess vegna höfum við lög til að refsa morðingjum.

Flest eðlilegt fólk þarf ekki lög til að leita ekki á börn. Samt eru sumir sem gera það. Þess vegna höfum við lög til að refsa barnaníðingum.

Það skiptir engu máli hvað flest "eðlilegt" fólk gerir. Það eru hinir sem eru minna eðlilegir sem yfirleitt fara yfir mörkin. Við höfum lögin til þess að skapa ramma utan um það sem okkur þykir siðferðilega rétt að gera, t.d. það að standa vörð um réttindi málleysingjanna (dýranna). Persónulega þykir mér það ekki óþarfi, ekki frekar en að standa vörð um réttindi barna. Þó svo að það kosti peninga...

...og hvers vegna þykir þér dýravernd vera svona vinstrisinnuð? Ég sé ekki ástæðurnar fyrir því hvers vegna hún ætti að hneigjast til vinstri frekar en hægri.

Lena (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 02:30

3 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Blessuð Lena þetta er alveg rétt hjá þér það eru lög sem setja ramman en við höfum nú þegar lög sem að setja ramman og hafa gert í mörg ár er einhver þörf á að endurnýja þau. Er þörf á að borga hópi manna fyrir að endurskoða þau nú þegar kreppir að. Það eru engin lög fullkomin og verða aldrei þannig að ég sé ekki þær  breytingar sem að krefjast þess að lög um dýravernd séu endurskoðuð. Aftur á móti sé ég þörf á því að farið verði að endurskoða frumvarp um eftirlaun alþingismanna og standa við þau loforð sem gefin voru. Ég á ekki við að dýravernd sé vinstrisinnuð heldur að löngunin til að stjórna allri mannlegri hegðum með lagasetningum sé vinstrisinnuð. Dæmi tillaga um klæðnað nýfæddra barna  tilaga um internetlöggu osfrv. Og ég held að við getum bæði verið sammála um að lagasetning kemur ekki í veg fyrir glæði væri svo væru engir glæpir mér sýnist heldur að lagasetning búi til nýja glæpi.
Athugasemd mín snýst þvi um laga æðið en ekki dýravernd. Það að vera góður við allt og alla finnst mér sjálfsagt enda alin upp við að það sem að þú vilt að aðrir gjöri þér það skalt þú og þeim gjöra.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 18.4.2008 kl. 10:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband