Fasteignaverð er alltof hátt.

Að mínu mati er spá Seðlabankans um 30% verfall fasteigna ein sú raunsannasta spá sem birst hefur lengi. Fasteignaverð er allt of hátt hámarks lán er líka of hátt. Það getur enginn almennur launamaður greitt af hámarksláni til íbúðar til langframa og þeir sem að geta það þeir eru það hátt launaðir að þeir þurfa ekki á þeim að halda. Ég tel að lækkun fasteignaverðs væri mikil blessun fyrir afkomendur okkar og eftir að jafnvægi hefur verið náð að lánveitendum verði sett lögjöf  sem að kemur i veg fyrir aðra svona vitleysu í framtíðinni. Það er í tísku að kenna 90% lánum um hvernig fór en fólk skyldi muna hver lánsupphæðin var þá, nei það sem skeði var að farið var að lána 100% lán út á eiginleg hvað sem var á hvaða verði sem var og fólki lánað  allt að 100% fyrir annarri íbúð áður en sú fyrri hafði verið seld. Mín skoðun er sú að þetta hafi verið gert til að losna við Íbúðalánasjóð út af markaðnum sem til allrar hamingju mistókst. Hvernig væri staðan nú á íbúðamarkaði ef hann væri ekki við ég vil ekki hugsa þá hugsun til enda.  En því miður fyrir þá sem að keyptu á toppi öldunnar held ég að nú loksins hafi Seðlabankinn rétt fyrir sér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband