Glæpur gegn þjóðinni?

I fréttablaðinu í dag segir Davíð Oddsson um uppruna gengislækkunarinnar " Við sjáum ekki að þetta hafi verið fyrir tilverknað erlendra aðila heldur innlendra"  INNLENDRA segir hann
Ég lít á það sem glæp gegn mér og mínum ef að aðilar hér á landi eru að hrista til gengi krónunnar í eiginhagsmunaskyni og ég skora þa fréttamiðla landsins að birta nöfn þessara aðila því að ég vil hafa val um hverja ég á viðskipti við einnig skora ég á eftirlitsaðila að skoða málinn.
Þar sem um innlenda aðila er að ræða ætti að vera hæg heimatökin að skoða málin og athuga hvort að brotið hafi verið gegn lögum einhverstaðar það hljóta að vera viðurlög fyrir því að rústa lífsafkomu fjölda fólks og ef svo er ekki þá er aðgerða til að laga það þörf.
Ég á ekki sök á þennslunni og hef ekki tekið þátt í henni. Þannig að mér finnst ekki réttlátt að ég borgi fyrir hana.

Ég skora á bloggara að sameinast um það að birtur verði opinberlega listi yfir þá sem hafa hækkað skuldir hins almenna Íslendings um þúsundir króna og útskýrt í hvaða tilgangi þeir gerðu það og hvað þeir högnuðust mikið og í frammhaldi af því geta bloggarar sameinast um aðgerðir gegn þeim aðilum sam að leika sér að lifseplum okkar.


mbl.is Krónan heldur áfram að lækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Fólk mun heimta sökudólg og davíð oddsonn er einn af sökudólgunum

Alexander Kristófer Gústafsson, 19.3.2008 kl. 13:28

2 identicon

Hefur enginn spáð í því hve keimlíkt þetta er byrjuninni að stóru kreppunni 1929 þar sem blaðaskrif um að einhverjir bankar væru að fara  á hausinn olli því að þeir fóru á hausinn?

Diesel (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 13:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband