Vanda fréttafluttning

Hvað voru mörg af þessum málum vegna vændis hvað mörg vegna ofbeldis Heimilisofbeldi á ekkert skilt við vændi. Vinsamlega vanda svona fréttir aðeins betur vændi er ekki bara sala á líkömum það selur lika blöð og aðrar vörur að því að mér sýnist.
mér finnst ansi margir aðilar nota orðið til að koma sínum málstað á framfæri. Sé siðan spurt um staðreyndir eru svörin kannski, að því að talið er,okkur er sagt, við höfum frétt en lítið um einfaldar staðreyndir sem að eru þó það sem allt snýst um.  Í þessa frétt vantar allar tölulegar staðreyndir um aukningu vændis svo er þetta athyglisvert en í fréttinni segir  " Ofbeldismenn eru 50% fleiri en þau sem beitt voru ofbeldi og hafa ekki talist svo margir síðan árið 1994" Þyðir þetta að það er meira um að tveir menn berji eina konu eða hvað einfaldlega þyðir þessi málsgrein.
Í þessum viðkvæma málaflokki verður að iðka vandaða fréttamennsku


mbl.is Aldrei fleiri vændismál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Í þessum viðkvæma málaflokki virðist aldrei stunduð vönduð fréttamennska.  Málum er bara kastað fram, bakkað uppi af engu.  Og orðað eins og það sé þýtt upp úr lélegri Sænsku með tölvuforriti.

Ásgrímur Hartmannsson, 7.3.2008 kl. 13:11

2 identicon

Hvað meinarðu eiginlega? Stígamót eru samtök sem díla sérstaklega við kynferðisbrot. Það er Kvennaathvarfið sem dílar við heimilisofbeldi. Þannig að aukningin hjá Stígamótum hefur ekkert með heimilisofbeldi að gera.

Guðrún (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 13:13

3 identicon

Ný frétt komin um málið og er litlu skárri þegar kemur að umfjöllun um vændi:

Á árinu leituðu 23 einstaklingar hjálpar vegna kláms og vændis, árið áður voru ný klám og vændismál 17. Ef vændismálin eru skoðuð sérstaklega voru ný mál á árinu 12, en mikilvægt er að bæta við þeim 13 vændismálum sem fylgdu okkur frá fyrri árum. Þessar tölur sýna svo ekki verður um villst hin nánu tengsl á milli kláms og vændis annars vegar og annars kynferðisofbeldis hins vegar.

Hvergi kemur fram nein tenging milli kláms og vændis annars vegar og kynferðisofbeldis hins vegar, bara að 23 einstaklingar hafi leitað hjálpar vegna kláms og vændis - samt er hægt að fullyrða að þessar tölur sýni óumdeilandlega slíka tengingu! Hvað var það sem þessir einstaklingar leituðu sér hjálpar með? Klám- eða vændisfíkn? Neyddu þeir fólk í vændi eða klám? Voru þeir neyddir í vændi eða klám? Nauðguðu þeir vændiskonum eða fyrirsætum í klámi? Voru þeir að berja klámblöðin sín? Svona upphrópanir og fullyrðingar eru ekki beinlínis marktækar og verða sífellt marklausari með meiri endurtekningu - jörðin verður ekkert flöt þó margir endurtaki slíkar fullyrðingar margoft.

Gulli (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 15:08

4 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Guðrún ég átti við að það þarf að kljúfa tölurnar niður eins og seinni fréttin gerir til að hægt sá að sjá þróunina i einstökum málaflokkum. 
Gulli er sámmála þér það er ekki auðvelt að draga ályktun af þessu og hver eru rökin fyrir að bæta við málum ársins á undan

Jón Aðalsteinn Jónsson, 7.3.2008 kl. 15:26

5 identicon

Þetta er afar lélegur fréttaflutningur eins og er nú oftast hjá vísir og mbl. Virðist eins og það er búið að kenna apa að pikka inn einhver orð. Nóg um það samt, Vændi og Klám, humm ég vil segja áróður, finnst eins og stígamót eru ekki að gera mun á vændiskonur s.s. þeim sem eru að selja sig að atvinnu og síðan einhvert lítið grey sem hefur eflaust selt sig fyrir poka af fíkiefnum eða (áfengi og sígó). Það er ekkert sem segir í þessari frétt að tölfræðin sé rétt að tengsl séu á milli vændis og síðan kynferðisafbrota. Er það ekki rétt að það er nýbúið að gera vændi refsilaust skynsöm manneskja ætti að búast við þá aukningu á málum, og því miður en einnig gleði mál er kynferðisafbrotum að fjölga, ég segi gleðimál því að þetta tengist að mínu mati ekkert vændi, þetta tengist aukinni áherslu á að gera kynfeðisafbrot sýnileg, eins og það hefur verið unnið að síðustu ár, að konan kemur fram er ekki í skugganum. Að tengja þetta tvennt saman án frekari upplýsinga er ekki rétt, líkja má því við að tengja aukningu minkastofnsins við minnkun loðnunar.

Svona rétt í lokin svo ég fer stutt í þetta og þá má hafa í huga að ég er gegn vændi og vil helst banna það. En nýtt frumvarp var kynnt af vinstri grænum fyrir skemmstu, í því var lagt til þess að kaup á vændi væri gert refsivert. Þetta frumvarp er því miður vanhugsað, illa gert og ekkert annað en táknræn sigur. Þetta segi ég því að þingmenn tala um góða reynslu frá Svíþjóð, já , jæja í fyrsta lagi voru allt aðrar forsendur, lögin þar voru til að berjast gegn götuvændi einna helst, í öðru lagi lögin eru gölluð þar líka lögfróðir menn töluðu gegn því, lögreglan talaði gegn því, Samtök norræna vændiskvennna talaði gegn því. Lögin einfaldlega gagna of langt á persónufrelsi "vændiskonunar" í það fyrsta þarf að sanna að endurgjald hafði skiptst um hendur og síðan verknaðinn. Hverning ferðu að því þegar vændi hér á íslandi er amk ekki stundað á götunni, þú þarft að vera með eftirlitsbúnað í herberginu sem atburðurinn fer fram til að hafa sönnun á þessu. En þingmenn vilja ekki hugsa um það, látum lögregluna og dómstólana sjá um það, ef þetta er illa gert af lögreglunni eins og mörg mál eru nú orðin gæti api með lögfræðipróf látið fleygja þessu máli. Síðan skulum við einnig hugsa um EES-samningin þetta frumvarp fer hugsanlega gegn EES, stuttlega, bann við kaup á löglegari þjónustu er talin vera möguleg viðskiptahindrun á þjónustuviðskiptum. En Alþingi hefur ekki en átta sig á þessu og vilja auðvita láta á það reyna enda telja þeir án efa að bann við kaup á löglegari þjónustu getur verið réttlætanleg. Alþingi er ekki að standa sig í stykkinu og ég svo sannalega vona að á þetta mun reyna svo þeir hætti að setja lög sem eru einingis táknræn.

Jóhann Guðmundsson (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 16:57

6 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Stigamót eru öfgasamtök sem eru gjörsamlega ómarktæk

Alexander Kristófer Gústafsson, 7.3.2008 kl. 18:50

7 identicon

Ég bý í Svíþjóð og get sagt fólki það að þessi góða reynsla sem talað er um af hérlendum vændislögum er ekkert annað en goðsögn. Götuvændi er svipað og það var áður en lögin voru sett, fjöldi vændiskvenna er meiri en áður og lögreglan fullyrðir að talsvert meira sé af nauðungarvændi en var áður. Á einungis einum stað í Svíþjóð hefur vændi minnkað, suð-vestur Skáni. Samtímis hefur hins vegar sænskum vændiskonum í Kaupmannahöfn fjölgað verulega og Svíum sem fara yfir Eyrarsundbrúna til að kaupa vændi (frá suð-vestur Skáni til Kaupmannahafnar) hefur líka fjölgað umtalsvert. Þannig að raunbreytingin er engin - vændið hefur bara færst til og er orðið harðara. Fullyrðingar um annað eru hreinir og beinir draumórar.

Gulli (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 00:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband