Blekking eða ?

Ég hnaut um eitt eða réttara sagt steinlá einfaldlega þegar ég fletti blaði og sá auglýsingu um sjálfrennireið eina og það sem ég hnaut um var að sjálfrennireið þessi framleiðir sitt eigið rafmagn fyrir rafmótor einn sem að knýr hana að hluta. Einhvernvegin var þetta þannig að hún væri sjálfum sér nóg um  framleiðslu þess. Ég leit illu auga á willan minn ekki borgarstjóra heldur fjórhjóla drifin gæðinginn sem ég á og er sviptur öllu nútíma prjáli eins og eigandinn. Hann hefur stýri gírstöng bremsu kúplingu og einskonar skjól úr plasti fyrir ökumanninn en meira þarf jú ekki til að komast á milli staða hér innanlands allav. Það er langt í frá að hann sé sjalfum sér nógur um orkuframleiðslu ekki einu sinni fyrir geislaspilarann sem veldur þó ekki mikilli aukaeyðslu því eigandinn hefur ekki enn lært á takkana sem að stjórna honum svo að þar hefur verið Ramstein diskur síðan bíllin komst fyrst i hendur mínar og Ramstein ást mín löngu læknuð. En nóg um það það sem að ég hnaut um var annað það verður að framleiða orku til að mynda hana þannig að allavega hingað til hefur ekki verið framleidd sjálfrennireið sem er sjálfri sér nóg um orku. Ef að menn vitna til þess að bremsu orka nytist til áframdrifs þá er um að ræða orku sem að þegar hefur verið mynduð með því að nota til þess orkugjafa þetta flokkast því í bestafalli undir aukna nýtni og ekki annað. Ég náði því fljótt sáttum við Willa minn og læt hann njóta álits Bandarískra vísindamanna sem komust að því að sé tekið tillit til líftíma framleiðslu förgunar og annarra þátta þá er Jeep Wrangler eða Willi minn umhverfisvænsta farartæki sem völ er á. Hvar er fría stæðið mitt í miðbænum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband