30.9.2007 | 22:59
Að vinna vinnuna sína
Það gleður mitt litla hjarta að vita að fólk vinnur vinnuna sína. Sá í fréttum að Vinnumálastofnun samkeyrði lista og fann út hverjir hafa svindlað á fæðingarorlofi. Svona á að gera þetta. Furða mig samt á því að sama stofnun hefur ekki áttað sig á því að það er hægt að samkeyra lista um þá sem að koma til landsins og þá sem að hafa atvinnuleyfi ætlaða dvalarstaði og þannig. Hvers vegna er það ekki gert mega sumir brjóta lögin en aðrir ekki. Mín persónulega þolinmæði gagnvart þeim sem að vinna hér ólöglega og undir töxtum og einnig gagnvart þeim sem að ráða það til vinnu er komin að endimörkum. Einnig sú þolinmæði sem snýr að þeim sem að eiga að fylgja eftir að þeim lögum sé fylgt. Koma nú Gissur og félagar láta eitt yfir alla ganga það þýðir lítið að sekta fyrirtæki um 50 000 á dag þegar að gróðinn af starfseminni er margfaldur. Gera eitthvað NÚNA! Ekki seinna, bráðum, kannski eða bara als ekki
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:01 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.