Þjóðtungan

Undanfarin kvöld hefur Kastljósið fjallað um meinta hegðun landsmanna að ganga út af stöðum þar sem afgreiðsla fer fram á erlendu máli. Að hluta til finnst mér þetta stormur í vatnsglasi en þó væri starfsmönnum útvarps og sjónvarps kannski í lófa lagið að setja upp Íslensku kennslu fyrir útlendinga.

En í lögum um Ríkisútvarpið  2 kafla stendur eftirfarandi um hlutverk og skyldur þess.

Hlutverk Ríkisútvarpsins  er rekstur hvers konar útvarpsþjónustu í almannaþágu, svo sem hljóðvarps og sjónvarps, eftir því sem nánar er ákveðið í þessum lögum.
Útvarpsþjónusta í almannaþágu felur í sér eftirfarandi:
1.
Að leggja rækt við íslenska tungu, sögu þjóðarinnar og menningararfleifð.

Ég hvet Ríkisútvarpið til að sinna skyldu sinni og hefja Íslenskukennslu fyrir útlendinga og sinna þannig hlutverki sínu. Sennilega væri hægt að nýta mun betur þá fjármuni sem lagðir eru í málaflokkinn á þann máta


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband