27.9.2007 | 23:30
Uppsagnir
Sendi þeim 100 manns sem sagt var upp störfum í dag samúðar kveðjur með von um að þau fái vinnu aftur sem fyrst. Það er ekki hægt annað en að velta fyrir sér hvort að hluti vandans sem að kemur til með að skella á byggðum landsins næstu mánuði og við erum aðeins að verða vör við núna, sé ekki að hluta til óhemju miklir flutningar á fjarmagni úr sjávarútveg í steinsteypu, hlutabréf, porce jeppa og fleiri lífsnauðsynjar? Þannig að ekkert er orðið eftir til að mæta áföllum. En fólki er jú frjálst að fara með eignir sínar eins og því finnst best jafnvel þó að um talda sameign þjóðarinnar sé að ræða.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:33 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.