Jafnrétti hvað ?

Á bls 14 í Fréttblaðinu er viðtal við framkvæmdastjóra (stýru) Jafnréttisstofu.  Þar sem að hún segir að umræðan sé komin í öngstræti þegar að talað sé um að réttur karla sé borin fyrir borð meðal annars í forræðismálum. Einnig segir hin ágæta stýra. „Vissulega geta karlmenn staðið höllum fæti rétt eins og konur en þegar maður horfir á félagslega stöðu karla annarsvegar og hinsvegar félagslega stöðu kvenna sjá allir að karlmenn ráða lögum og lofum. Sjáið ríkisstjórnina Hæstarétt, fjármálakerfið, Íslensku útrásina og aðra staði þar sem völdin eru“   Ætli ég sé einn um að finnast að viðkomandi stýra sé búin að móta sér skoðun á jafnrétti sem að snýst um að taka meira fyrir suma en sjá til þess að aðrir séu þar sem þeir voru. Einnig finnst mér að jafnréttisumræða sem að snýst einungis um jafnrétti til valda og auðs ekkert í ætt við jafnrétti hver sem vill og hefur geð í sér getur tekið þátt í gróða og valda bröltinu óháð þeim tólum til fjölgunar mannkyns sem viðkomandi er búin.

Sem fyrrverandi forræðislaus faðir finnst mé allavega ekki mikinn hljómgrunn að jafnrétti fyrir alla í þessu viðtali en jafnrétti er einmitt að allir séu jafnir en ekki eins og fleyg orð segja “ allir eru jafnir en sumir eru aðeins jafnari en aðrir“  Ég er fylgjandi jafnrétti þar sem allir eru jafnir. En ég hlýt að harma það að en þann dag í dag skuli menn sem eru fráskildir forræðislausir feður ekki hafa tryggð þau lágmarksmannréttindi sem að tryggja þeim samvistir við börn sín. Það hefði að mínu mati mátt styrkja þau réttindi um leið og réttindi samkynhneigðra til ættleiðinga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst eins og í 90% tilfella eigi að dæma jafnt forræði. Finnst annar aðilinn eigi ekki að fá fullt forræði nema hinn sé hreinlega talinn algjörlega óhæfur. T.d. glæpahneigð eða vímuefnavandamál. En þó að viðkomandi fái alltaf tækifæri til þess að taka sig á og að forræðið verði endurskoðað á nokkra ára fresti. Að eignast saman börn er bara þvílík skuldbinding og fólk getur ekki ætlast til þess að skera algjörlega á makann og fá að flytja í burtu í friði. Báðir aðilar verða að finna leið sem hentar báðum. Held að jafnrétti í forræðismálum gæti jafnvel minnkað skilnaðartíðni, konur eru líklegri til þess að sækja um skilnað og myndu kannski reyna lengur á hjónabandið ef þær væri ekki öruggar með forræði. 

En já ég held að flestir myndu frekar kjósa aðeins lægri laun heldur en það að missa börnin sín. Alveg ótrúlegt hvernig feministar ná alltaf að gera lítið úr misrétti gagnvart körlum. Það er víst "gott jafnrétti" að 60% háskólanema séu konur, hvað myndu þær segja ef hlutföllin væru öfug?

Geiri (IP-tala skráð) 2.9.2007 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband